- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handknattleiksmenn fara á Ólympíuhátíðina í Slóvakíu

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍSÍ hefur staðfest keppnishóp Íslands sem tekur þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Banská Bystrica í Slóvakíu sem stendur yfir frá 24. til 30. júlí. Þar á meðal er 17 ára landslið Íslands í handknattleik karla sem tekur þátt í mótinu. Fimmtán leikmenn eru í handknattleikshópnum auk þjálfara og flokksstjóra.


ÍSÍ sendir á sjöunda tug keppenda á hátíðina sem taka þátt í badminton, fimleikum, frjálsíþróttum, hjólreiðum, júdó, sundi og tennis auk handknattleiks.


Handknattleiksliðið hefur æft af krafti upp á síðkastið og heldur því áfram næstu vikuna. Haldið verður af stað til Slóvakíu laugardaginn 23. júlí. Millilent verður í Kaupmannahöfn og Vínarborg þaðan sem langferðabifreiðar flytja hópinn og farangur á leiðarenda.


Auk íslenska landsliðsins taka þátt landslið frá Þýskalandi, Króatíu, Spáni, Slóveníu, Danmörku, Portúgal og Slóvakíu.


Handknattleikskeppnin fer fram í bænum Zvolen sem er í 20 mínútna akstursfjarlægð í suður frá Banská Bystrica. Handknattleiksliðið gistir í Zvolen meðan keppnin stendur yfir. Aðrir verða í Banská Bystrica.


U17 ára landslið Íslands er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Andri Clausen, FH.
Ari Dignus, FH.
Arnþór Sævarsson, Fram.
Ásgeir Bragi Þórðarson, Haukar.
Bjarki Jóhannsson, Növling.
Daníel Stefán Reynisson, Fram.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Gísli Rúnar Jóhannsson, Haukar.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kristján Rafn Oddsson, FH.
Kristófer Stefánsson, HK.
Patrekur Þór Guðmundsson, Selfoss.
Róbert Davíðsson, FH.
Viktor Már Sindrason, HK.
Örn Alexandersson, HK.


Arnar Gunnarsson og Grétar Áki Andersen er þjálfarar liðsins. Björn Ingi Jónsson verður flokkstjóri.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -