Viðureign Vængja Júpíters og Harðar á laugardaginn dregur dilk á eftir sér. Mynd/Vængir Júpíters

Hörður vann Vængi Júpíters í botnslag nýliðanna í Grill-66-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í gær, 35:29. Þar með eru Harðarmenn komnir með sex stig í deildinni í sjöunda sæti en Vængirnir eru í níunda og næst neðsta sæti með fjögur stig.


Hörður var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:12, og náði mest 10 marka forystu í síðari hálfleik. Raivis Gorbunovs fór mikinn í liði Ísfirðinga og skoraði 14 mörk. Réðu leikmenn Vængjanna ekkert við hann.


Tveir leikmanna Harðar fengu rautt spjald vegna þriggja brottvísana og fengu Harðverjar í allt níu brottvísanir en Vængirnir fjórar og var í mörg horna að líta hjá Haraldi Þorvarðarsyni og Ólafi Erni Jónssyni sem dæmdu leikinn enda var heitt í kolunum sem kom enn frekar niður á gæðum leiksins sem voru ekki mikil.


Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, sagðist ánægður með leikinn og vörn sinna manna. Hann telur lið sitt vera á réttri leið og hlakkar til næstu leikja. Hörður tekur á móti Kríu í íþróttahúsinu á Torfnesi á föstudaginn.


„Varnarleikurinn var slappur hjá okkur. Menn voru daufir og minnti leikurinn um margt á viðureign okkar við Hauka U um daginn,“ sagði Arnór Ásgeirsson, þjálfari Vængja Júpiters í samtali við handbolta.is.


Mörk Vængja Júpiters: Garðar Benedikt Sigurjónsson 9, Andri Hjartar Grétarsson 5, Albert Garðar Þráinsson 3, Jónatan Vignisson 3, Ari Pétursson 2, Hlynur Már Guðmundsson 2, Gísli Steinar Valmundsson 2, Jón Hjálmarsson 2, Ragnar Áki Ragnarsson 1.

Mörk Harðar: Raivis Gorbunovs 14, Guntis Pilpuls 5, Daniel Wale Adeleye 4, Jón Ómar Gíslason 3, Aleksa Stefanovic 2, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Endijs Kusners 2, Sudario Eiður Carneiro 2, Hreinn Róbert Jónsson 1.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Annar þjálfari Þórs er hættur

Þorvaldur Sigurðsson er hættur þjálfun karlaliðs Þórs á Akureyri en liðið leikur í Olísdeildinni. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Halldór...

Molakaffi: Sigur hjá Daníel Frey, Porto tekur númer 1 úr umferð, naumt tap

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot og var með 33 % markvörslu þann tíma sem hann stóð í marki Guif í gærkvöld...

Harðarmenn gáfu Kríunni ekkert eftir

Leikmönnum Harðar á Ísafirði vex fiskur um hrygg með hverjum leiknum sem þeir leika í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þeir hafa...
- Auglýsing -