- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar einir efstir – úrslit og markaskor dagsins

Einar Jónsson, Aron Kristjánsson og Adam Haukur Baumruk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar eru einir í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir leiki dagsins en fjórir leikir fóru fram í dag og í kvöld. Haukar unnu stórsigur á Gróttumönnum í leik þar sem þeir síðarnefndu voru allt frá upphafi a.m.k. skrefinu á eftir. Þegar upp var staðið munaði 14 mörkum, 38:24. Haukar hafa þar með 26 stig og eru tveimur stigum á undan FH og Val. FH á leik til góða sem leikinn verður síðar vegna þess að FH-liðið stendur í ströngu þessa dagana í Coca Cola-bikarnum.

Annar stórsigur Vals á KA

Valur gjörsigraði KA-menn með 13 marka mun í Origohöllinni, 33:20. Eins og Haukar þá tóku Valsmenn leikinn yfir í fyrri hálfleik og gáfu aldrei þumlung eftir. KA-menn, sem hafa verið á mikilli siglingu upp á síðkastið, máttu þar með sætta sig við annað stórtap fyrir Val á keppnistímabilinu.

Fjórða tap Stjörnunnar í röð

Selfossliðið er jafnt og þétt að ná vopnum sínum enda allir leikmenn liðsins komnir til baka eftir mikla meiðslahrinu fyrri hluta tímabilsins. Selfoss vann Stjörnuna, 27:26, í æsispennandi leik í TM-höllinni.

Vilius Rasimas átti stórleik í marki Selfoss. Frammistaða hans var það sem skildi jöfn liða að. Þetta var þriðja tap Stjörnunnar í röð í deildinni og það fjórða þegar tap fyrir KA í Coca Cola-bikarnum er talið með.

Þorsteinn Leó skoraði sigurmarkið

Afturelding marði HK í jöfnum leik að Varmá, 26:25, þar sem HK-liðið var síst lakara enda skiptust liðin á um að vera með yfirhöndina. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði sigurmarkið þegar um hálf mínúta var eftir. HK-liðið átti möguleika á að jafna metin en tókst illa upp í sókn sinni og því varð ekki neitt úr jöfnunarmarkinu sem e.t.v. hefði verið sanngjarnt.

Úrslit dagsins og markaskorarar

Stjarnan – Selfoss 26:27 (13:11).
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 5/1, Þórður Tandri Ágústsson 5, Dagur Gautason 3, Tandri Már Konráðsson 3, Hafþór Már Vignisson 2, Leó Snær Pétursson 2/1, Pétur Árni Hauksson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Brynjar Hólm Grétarsson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 8, 29,6% – Sigurður Dan Óskarsson 5/1, 38,5%.
Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 7, Guðjón Baldur Ómarsson 7, Atli Ævar Ingólfsson 4, Richard Sæþór Sigurðsson 4, Tryggvi Þórisson 2, Einar Sverrisson 2/2, Hergeir Grímsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 14/2, 35,9%.

Haukar – Grótta 38:24 (20:14).
Mörk Hauka: Ihor Kopyshynskyi 8, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 7/2, Geir Guðmundsson 4, Darri Aronsson 4, Adam Haukur Baumruk 3, Atli Már Báruson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Heimir Óli Heimisson 2, Guðmundur Bragi Ástþórsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Kristófer Márni Jónasson 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 19/1, 44,2%.
Mörk Gróttu: Ólafur Brim Stefánsson 7, Birgir Steinn Jónsson 5, Hannes Grimm 3, Ágúst Emil Grétarsson 2, Andri Þór Helgason 2/1, Igor Mrsulja 2, Ari Pétur Eiríksson 1, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1.
Varin skot: Ísak Arnar Kolbeinsson 3, 17,6% – Einar Baldvin Baldvinsson 1, 4%.

Afturelding – HK 26:25 (15:14).
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 7/1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Sveinn Andri Sveinsson 5, Þrándur Gíslason Roth 3, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Birkir Benediktsson 2, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Einar Ingi Hrafnsson 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 11/1, 37,9% – Davíð Hlíðdal Svansson 2, 22,2%.
Mörk HK: Einar Pétur Pétursson 8/5, Hjörtur Ingi Halldórsson 7, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Sigurður Jefferson Guarino 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Pálmi Dannar Sigurðsson 1, Kristján Ottó Hjálmsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 7/1, 26,9% – Róbert Örn Karlsson 1/1, 12,5%.


Valur – KA 33:20 (16:8).
Mörk Vals:
Róbert Aron Hostert 6, Arnór Snær Óskarsson 4/2, Stiven Tobar Valencia 3, Magnús Óli Magnússon 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Vignir Stefánsson 3, Tjörvi Týr Gíslason 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17, 45,9%.
Mörk KA: Arnór Ísak Haddsson 7, Óðinn Þór Ríkharðsson 3/1, Allan Norðberg 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 1, Patrekur Stefánsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Einar Birgir Stefánsson 1, Haraldur Bolli Heimisson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 8, 30,8% – Brunon Bernat 3, 16,7%.

Alla tölfræði úr leikjunum er að finna hjá HBStatz.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

Fylgst var með leikjunum í Olísdeild karla og í Coca Cola-bikarnum á leikjavaktinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -