- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar Íslandsmeistarar í 3. flokki karla eftir bráðabana

Íslandsmeistarar Haukar í 3. flokki karla 2021. Efri röð frá vinstri: Einar Jónsson þjálfari, Egill Magnússon, Steinar Logi Jónatansson, Kristófer Máni Jónasson, Magnús Gunnar Karlsson, Páll Þór Kolbeins, Róbert Snær Örvarsson, Mikael Andri Samúelsson, Jakob Aronsson, Sigurður Jónsson, Guðmundur Bragi Ástþórsson og Björgvin Þór Rúnarsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Halldór Helgason, Gísli Arnar Skúlason, Lárus Þór Björgvinsson, Alex Már Júlíusson, Andri Fannar Elísson, Þorfinnur Máni Björnsson, Össur Haraldsson og Atli Steinn Arnarson. Mynd /Ívar
- Auglýsing -

Haukar eru Íslandsmeistarar í 3. flokki karla. Þeir unnu Val í ótrúlegum úrslitaleik á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld, 36:35. Úrslit fengust loks í bráðabana í vítakeppni en þá þegar var búið að framlengja leikinn einu sinni auk þess sem hvort lið hafði tekið fimm vítaköst. Eftir eina umferð í bráðabana tókst loks að krýna sigurvegara á Íslandsmótinu
Leikurinn var afar vel leikinn af báðum liðum og í raun slæmt að annað hvort þeirra þyrfti að ganga sært af velli.

Haukar voru marki yfir í hálfleik, 12:11. Jafnt var eftir 60 mínútna leik, 27:27. Enn stóðu leikar jafnir að lokinni tíu mínútna framlengingu, 31:31, og 35:35, eftir vítakeppni þar sem leikmenn beggja liða brást bogalistin einu sinni. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði sigurmark Hauka í bráðabana og Magnús Gunnar Karlsson, markvörður og samherji Guðmundar Braga, varði vítakast frá Valsmanni í framhaldinu.

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði 18 mörk í úrslitaleiknum og var valinn maður leiksins. Mynd/HSÍ



Guðmundur Bragi var valinn maður leiksins. Hann skorað helming marka Hauka, alls 18.


Mörk Vals: Áki Hlynur Andrason 9, Breki Hrafn Valdimarsson 9, Benedikt Gunnar Óskarsson 5, Andri Finnsson 4, Loftur Ásmundsson 3, Ísak Logi Einarsson 2, Tómas Sigurðsson 2, Knútur Gauti Eymarsson Kruger 1.
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 18, Kristófer Máni Jónasson 4, Jakob Aronsson 4, Róbert Snær Örvarsson 3, Alex Máni Júlíusson 2, Össur Haraldsson 2, Magnús Gunnar Karlsson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Atli Steinn Arnarson 1.

Silfurlið Vals. Eftri röð f.v. Anton Rúnarsson, þjálfari, Dagur Snær Steingrímsson, þjálfari, Heimir Ríkarðsson, þjálfari, Þorvaldur Þorvaldsson, Breki Hrafn Valdimarsson, Þorgeir Sólveigar-Gunnarsson, Tómas Sigurðsson, Knútur Gauti Eymarsson Kruger, Andri Finsson, Loftur Ásmundsson, Jóhannes Jóhannesson, Áki Hlynur Andrason, Tryggvi Garðar Jónsson. Fremri röð f.v. Benedikt Gunnar Óskarsson, Daníel Franz Davíðsson, Dagur Fannar Möller, Haraldur Helgi Agnarsson, Stefán Pétursson, Ísak Logi Einarsson, Hinrik Örn Jóhannsson, Daníel Örn Guðmundsson og Ásgeir Theodór Jónsson. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -