- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar kræktu í stig í KA-heimilinu

Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, og leikmenn hans sneru við taflinu gegn Val og unnu. Mynd/Egill Friðjónsson
- Auglýsing -

Leikmenn Hauka sættu sig ekki lengi við að deila sæti með HK í Olísdeild kvenna í handknattleik. Haukar gerðu sér lítið fyrir og nældu í stig gegn öðru af tveimur efstu liðum deildarinnar KA/Þór og það í KA-heimilinu, nokkuð sem ekki mörg lið hafa gert á keppnistímabilinu.

Það var meira að segja heimaliðið sem jafnaði metin skömmu fyrir leikslok og var þar að verki nýbökuð landsliðskona Ásdís Guðmundsdóttir. Segja má að hún hafi tryggt KA/Þór annað stigið, 27:27.

Sara Odden var markahæst hjá Haukum í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


KA/Þór er engu að síður í efsta sæti deildarinnar vegna þess að Fram tapaði fyrir ÍBV. Þess vegna er KA/Þór eitt liða efst með 17 stig eftir 11 leiki. Fram er stigi á eftir og þar í framhaldinu eru ÍBV og Valur með 13 stig hvort. Haukar eru með tíu stig og virðast til alls líklegir enda komnir upp að hlið Stjörnunnar sem beið lægri hlut fyrir Val, 30:23


Haukar létu það ekki trufla sig í KA-heimilinu í dag að heimaliðið var með tögl og hagldir framan af. Þeir sóttu í sig veðrið og jöfnuðu fyrir hálfleik, 13:13. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi og Haukar síst lakara liðið. Sara Odden kom Haukum yfir, 27:26, þegar tvær mínútur voru eftir. Ásdís jafnaði metin mínútu síðar. Haukar fengu tækifæri til að hirða bæði stigin en Matea Lonac sá til þess að KA/Þór hélt öðru stiginu og varði skot Heklu Rún Ámundadóttur.

Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, og leikmenn leggja á ráðin. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.


Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 11/6, Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Sunna Guðrún Pétursdóttir 6, 33,3% – Matea Lonac 2, 12,5%.

Mörk Hauka: Sara Odden 9, Birta Lind Jóhannsdóttir 6, Rakel Sigurðardóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Berta Rut Harðardóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 15, 38,5%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -