- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar sóttu tvö stig austur á Selfoss

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar unnu Selfyssinga í hörkuleik í Olísdeild karla í handknattleik í Set-höllinni á Selfossi í kvöld, 30:27, og halda þar með áfram að fylgja grönnum sínum í FH í efsta sæti deildarinnar en hvort lið hefur 24 stig. Selfoss var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12.


Liðin buðu upp á stórskemmtilegan leik í Set-höllinni að þessu sinni. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var mættur til leiks á ný eftir Arabíuferð og covidstopp. Selfyssingar voru með Árna Stein Steinþórsson, Atla Ævar Ingólfsson og varnarjaxlinn Sverri Pálsson í sínu liði eftir mislanga fjarveru.

Guðmundur Hólmar Helgason var hinsvegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Aron Rafn Eðvarðsson fór á kostum í marki Hauka, ekki síst í síðari hálfleik. Hann varði 18 skot, 40%, var skerið sem Selfyssingar steyttu á að þessu sinni. Stórleikur hans framan af fyrri hálfleik lagði grunn að forskotinu sem Haukar náðu eftir að hafa verið undir í hálfleik.


Haukar voru marki yfir, 25:24, þegar átta mínútur voru til leiksloka eftir gott áhlaup Selfossliðsins. Aron tók þá leikhlé og skipulagði leik sinna manna. Þar með tókst að stöðva áhlaupið og Haukar náðu að sigla sigrinum í höfn.


Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 5, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 4, Hergeir Grímsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 4, Tryggvi Þórisson 2, Ísak Gústafsson 1, Sölvi Svavarsson 1, Richard Sæþór Ólafsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 13/2, 30,2%.

Mörk Hauka: Darri Aronsson 5, Tjörvi Þorgeirsson 5, Ihor Kopyshynskyi 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 5/2, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Adam Haukur Baumruk 3, Gunnar Dan Hlynsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Geir Guðmundsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 18/1, 40%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -