- Auglýsing -

Haukur lék með en ekki Sigvaldi Björn

Haukur Þrastarson leikmaður Vive Kielce. Mynd/Vive Kielce

Haukur Þrastarson lék með pólska meistaraliðinu Vive Kielce í dag þegar liðið vann Pogoń Szczecin, 34:21, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þetta var fjórtándi sigur Kielce á keppnistímabilinu í deildinni. Liðið hefur ekki tapað stigi og hefur sem fyrr nokkra yfirburði í deildarkeppninni. Helst er að Wisla Plock eigi eitthvað erindi í liðsmenn Kielce.


Hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson virðist hafa fengið frí frá leiknum í dag eftir mikið álag á undanförnum viku með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu.


Haukur skoraði eitt mark í leiknum og mun hafa látið nokkuð til sín taka sem er afar jákvætt. Meiðsli komu í veg fyrir að Haukur léku listir sínar með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -