Haukur og félagar áfram á toppnum – Sigvaldi er á meiðslalista

Talant Dujshebaev, hinn litríki þjálfari Vive Kielce lifði sig inn í leikinn. Sjá má meðal varamanna. Mynd/EPA

Haukur Þrastarson og samherjar í pólska meistaraliðinu Vive Kielce halda efsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik þrátt fyrir tveggja marka tap, 35:33, fyrir Veszprém í Ungverjalandi í gærkvöld.


Haukur skoraði tvö mörk í leiknum og átti eina stoðsendingu. Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki með. Hann hefur ekkert getað leikið með Kielce-liðinu eftir Evrópumót landsliða í janúar. Meiðsli sem hann glímdi við fyrir mótið tóku sig upp á nýjan leik enda dró kappinn ekki af sér á mótinu. Sigvaldi Björn lék alla leiki íslenska landsliðsins á mótinu að 13 mínútum undanskildum, þar af voru fjórar mínútur sem hann var tilneyddur að dvelja utan vallar vegna brottvísunar.


Petar Nenadic og Kentin Mahé skoruðu sex mörk hvor fyrir Veszprém í leiknum og voru markahæstir. Sá fyrrnefndi átti auk þess fimm stoðsendingar. Dylan Nahi og Alex Dujshebaev skoruðu sex mörk fyrir Kielce.

Haukur Þrastarson t.v. og Gasper Marguc leikmaður Veszprém í leik liðanna í gærkvöld. Mynd/EPA


Franska liðið PSG komst upp í annað sæti B-riðils með öruggum sigri á Dinamo Búkarest, 39:31. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn í Búkarest en þetta var fjórði leikur þeirra félaga í deildinni á keppnistímabilinu.
Mikkel Hansen skoraði í sjö skipti fyrir PSG í leiknum. Marhieu Grebille var næstur með fimm mörk. Raúl Nantes Campos var atkvæðamestur hjá Dinamo með sjö mörk. Mohamed Shebib var næstur með sex mörk.


Norðmaðurinn Harald Reinkind skoraði sigurmark Kiel á síðustu sekúndu í Zagreb í gærkvöld, 28:27, í viðureign Kiel og PPD Zagreb í A-riðli Meistaradeildarinnar. Sigurmarkið má sjá hér fyrir neðan ásamt stöðunni í riðlunum tveimur.

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -