- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hef ekki undan neinu að kvarta

Bjarki Már Elísson á landsliðsæfingu. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Maður tekur þessu eins og það er. Það hefur farið vel um okkur á góðu hóteli. Við höfum ekki undan neinu að kvarta þannig lagað. Þótt við séum vanir að vera frjálsari þegar við erum heima að æfa þá megum við ekki gleyma því að fyrir flest stórmót þá eru öll önnur landslið yfirleitt saman á hóteli í aðdraganda stórmót. Núverandi ástand, þ.e. að landsliðshópurinn sé saman á hóteli ætti að telja eðlilegt í samanburði við önnur landslið,“ sagði Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Bjarki Már kvartar ekki undan aðgerðarleysi í einangruninni á Grand Hótel. Hann segir menn hafa haft nóg að gera undanfarna daga.


„Fyrir utan tvær æfingar á dag þá erum við á fundum. Við leikum borðtennis, grípum í spil og erum með kaffiklúbb sem sest niður og ræðir málin á hverjum morgni. Þess utan höfum við farið saman í míni golf, í golfhermi og í bíó. Af þessu má sjá að við höfum ekki setið aðgerðarlausir undanfarna daga,“ sagði Bjarki Már léttur að vanda.

„Mér líkar bara lífið vel. Svona er aðstæður og við vinnum út frá þeim. Okkar markmið er halda hópnum hreinum frá smitum og taka þátt í EM með þeim hóp sem hér er saman. Ef að það tekst þá eigum við að mæta fullir sjálfstrausts til leiks og eiga gott mót.

Það er hefur verið afar góð tilbreyting frá veru með félagsliði að koma heim og hitta alla strákana. Maður tekur bara hvern dag fyrir sig,“ sagði Bjarki Már Elísson sem er að fara á sitt sjötta stórmót með íslenska landsliðinu, þar af þriðja Evrópumótið í röð.

Íslenska landsliðið fer með beinu leiguflugi til Búdapest í fyrramálið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -