Mynd/EPA

Frá og með morgundeginum mega allt að 200 áhorfendur koma á kappleiki í íþróttum, þar á meðal í handknattleik. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem tekur gildi á morgun. Svandis greindi frá helstu tilslökunum á samkomutakmörkunum eftir ríkisstjórnarfund skömmu fyrir hádegið.


„Fólk þarf þó að geta setið í sæt­um, upp­lýs­ing­ar þurfa að vera til staðar um hvern og einn, auk þess sem einn metri þarf að vera á milli óskyldra aðila. Einnig skal fólk nota grím­ur. Ef ekki er hægt að fram­fylgja þessu gild­ir 50 manna fjölda­tak­mörk­un­in,“ segir í frétt mbl.is.


Áfram verður tveggja metra reglan í gildi í almennum samskiptum.

Ný reglugerði ráðherra hefur ekki ennþá verið birt.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Dagskráin: Þráðurinn tekinn upp með heilli umferð

Eftir hálfsmánaðar hlé verður þráðurinn tekinn upp í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Leikin verður heil umferð. Flautað verður til fyrsta...

Annar þjálfari Þórs er hættur

Þorvaldur Sigurðsson er hættur þjálfun karlaliðs Þórs á Akureyri en liðið leikur í Olísdeildinni. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Halldór...

Molakaffi: Sigur hjá Daníel Frey, Porto tekur númer 1 úr umferð, naumt tap

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot og var með 33 % markvörslu þann tíma sem hann stóð í marki Guif í gærkvöld...
- Auglýsing -