Heimir og Gunnar velja hóp til Parísarfarar

Heimir Ríkarðsson þjálfari U18 ára landsliðs karla. Mynd/EHF Kolektiffimages

Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson, þjálfarar U18 ára landsliðs karla, hafa valið landsliðshóp til æfinga og undirbúnings fyrir þátttöku í Pierre Tiby mótinu í París í Frakkland í byrjun nóvember. Íslenska liðið tekur þátt ásamt landsliðum Frakka, Króata og Ungverja.


Íslenski liðið heldur utan 3. nóvember og kemur aftur heim 7. nóvember.
Þátttakan í mótinu er liður í undirbúningi fyrir þátttöku í EM 18 ára landsliða sem fram fer á næsta sumri og verður ekki síður kærkomin þar sem þessi aldurshópur hefur nánast ekkert tekið þátt í mótum í hálft annað ár. Síðast stóð til að liðið tæki þátt í landsliðakeppninni á Partille Cup í Svíþjóð í sumar. Mótið var fellt niður.


Leikmannahópurinn sem valinn hefur verið er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Andrés Marel Sigurðsson, ÍBV.
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Ísak Steinsson, Asker.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Selfossi.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Sudario Eidur Carneiro, Herði.
Sæþór Atlason, Selfossi.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Össur Haraldsson, Haukum.
Til vara:
Birgir Örn Birgisson, Aftureldingu.
Egill Skorri Vigfússon, ÍR.
Gísli Rúnar Jóhannsson, Haukum.
Haukur Ingi Hauksson, HK.
Kristján Rafn Odsson, FH.
Logi Gautason, KA.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -