- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heldur áfram fram yfir HM á heimavelli

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari tvöfaldra heimsmeistara Dana í handknattleik karla hefur framlengt samning sinn við danska handknattleikssambandið um eitt ár eða fram yfir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Danmörku 2025.


Fyrri samningur Jacobsen og danska sambandsins var með gildistíma fram yfir Ólympíuleikana í Paris 2024.


Jacobsen tók við þjálfun danska landsliðsins af Guðmundi Þórði Guðmundssyni snemma árs 2017 eða fljótlega eftir heimsmeistaramótið sem haldið var í Frakklandi það ár. Undir stjórn Jacobsen urðu Danir heimsmeistarar 2019 og aftur í ár. Þeir höfnuðu í fjórða sæti á EM 2018 en máttu gera sér að góðu 13. sæti á EM 2020 eftir að hafa farið heim eftir riðlakeppnina, m.a. eftir tap fyrir íslenska landsliðinu.


Framundan hjá Jacobsen og danska landsliðinu er að verja Ólympíumeistaratitilinn sem vannst undir stjórn Guðmundar Þórðar í Ríó 2016.


Jacobsen verður fimmtugur í nóvember. Hann lék 139 landsleiki fyrir Dani á árunum 1991 til 2003 og skoraði í þeim 552 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -