Heldur áfram í Kópavogi

Karen Kristinsdóttir. Mynd/HK

Karen Kristinsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HK sem leikur þessa daga í úrslitum um sæti í Olísdeildinni á næsta tímabili. Karen tók þátt í öllum fjórtán leikjum HK í Olísdeildinni á leiktíðinni auk þess sem hún var með í leikjunum við Fjölni-Fylki í undanúrslitum umspilsins um sæti í Olísdeildinni.

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Karen hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Karen er uppalinn HK-ingur og einn af reyndustu leikmönnum HK. Það er mikið fagnaðarefni að Karen hafi skrifað undir nýjan samning,“ segir í tilkynningu frá HK en forsvarsmenn handknattleiksdeildar félagsins standa í ströngu þessa daga að ganga frá samningum við leikmenn karla- og kvennaliðanna.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -