Heldur áfram þjálfun HK

Halldór Harri Kristjánsson þjálfari HK. Mynd/HK

Handknattleiksþjálfarinn Halldór Harri Kristjánsson hefur framlengt samning sinn við HK til ársins 2023. Harri hefur verið þjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK síðustu tvö ár. Þar áður var hann m.a. þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og enn fyrr var Harri í herbúðum Hauka.


HK-greinir frá tíðindunum á fréttasíðum sínum og þar er tekið fram að það sé mikið gleðiefni fyrir félagið að Harri hafi tekið þá ákvörðun að vinna áfram fyrir félagið.


HK er í sjöunda sæti Olísdeild kvenna um þessar mundir. Liðið vann öruggan sigur á Stjörnunni á síðasta laugardag í Kórnum, 28:26. HK sækir FH heim í 11. umferð Olísdeildar á laugardaginn.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -