- Auglýsing -

Heldur sig við sama mannskap

Gunnar Magnússon og Guðmundur Þórður Guðmundsson velta fyrir sér stöðunni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, heldur sig við sömu 16 leikmenn í kvöld í leiknum við Hollendingar og hann tefldi fram í viðureigninni við Portúgal í fyrstu umferð Evrópukeppninnar á föstudagskvöld.Það þýðir að Ágúst Elí Björgvinsson, Daníel Þór Ingason, Elvar Ásgeirsson og Teitur Örn Einarsson verða utan 16-manna hópsins.
Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 19.30.

Eftirtaldir taka þátt í leiknum fyrir Íslands hönd.

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Val (237/16).
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (26/1).

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (64/76).
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (153/597).
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (83/234).
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (14/14).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (47/122).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51).
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (50/69).
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (13/18).
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (2/1).
Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (134/268).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (57/153).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (40/91).
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (22/57).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (53/25).

Austurríkismennirnir Radojko Brkic og Andrei Jusufhodzic dæma viðureign Íslands og Hollands.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -