Hergeir orðinn liðsmaður Stjörnunnar

Hergeir Grímsson hefur kvatt Selfoss og gengið til liðs við Stjörnuna. Mynd/Selfoss/SÁ

Handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Stjörnuna eftir að hafa leikið með Selfossi allan sinn feril og lengst af verið leiðtogi liðsins.


Stjarnan greindi frá komu Hergeirs fyrir stundu og birti myndskeið sem sjá má neðst í þessari frétt.


„Hergeir er metnaðarfullur leikmaður sem kemur til með að lyfta öllum upp með sér. Við erum einstaklega stolt af því að loksins geta sagt ykkur frá nýjasta leikmanninum og hlökkum mikið til þess að vinna með Hergeiri á komandi tímabilum,“ segir Patrekur Jóhannesson Stjörnunnar í tilkynningu handknattleiksdeildarinnar sem áður er getið um.Eins og áður segir hefur Hergeir verið kjölfesta í liði Selfoss undanfarin ár. Hann hefur verið valinn íþróttakarl Árborgar undanfarin tvö ár og átti sæti í Íslandsmeistaraliði Selfoss 2019.


Í vetur skoraði Hergeir 70 mörk í 22 leikjum Selfoss í Olísdeildinni. Hann getur leikið sem miðjumaður og í vinstra horni.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -