- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hildigunnur og félagar stóðust áhlaupið og náðu í stig

Hildigunnur Einarsdóttir er leikmaður Leverkusen. Mynd/Bayer Leverkusen
- Auglýsing -

Hildigunnur Einarsdóttir og samherjar í Bayern Leverkusen kræktu í annað stigið í kvöld þegar leikmenn Metzingen komu í heimsókn í Osterman-Arena til viðureignar í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 24:24. Leikmenn Metzingen gerðu harða að hríð að Leverkusen-liðinu á síðustu mínútum leiksins en höfðu ekki erindi sem erfiði. Hildigunnur og félagar stóðu síðasta áhlaupið af sér.


Hildigunnur er komin á fulla ferð aftur eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné um miðjan ferbúar. Þetta var annar leikur hennar með liðinu eftir aðgerðina. Hún skoraði tvö mörk í kvöld í þremur skotum og var auk þess umsvifamikil í varnarleiknum þar sem hún varði skot á lokakaflanum þegar síðasta áhlaup Metzingen stóð sem hæst.


Staðan í 1. deild:
Dortmund 48(24), Bietigheim 39(23), Blomberg-Lippe 36(24), Metzingen 35(24), Thüringer 33(24), Neckarsulmer 33(24), Bensheim-Auerbach 27(24), Leverkusen 22(23), Buxtehuder 22(23), Oldenburg 22(24), Bad Wildingen 20(24), Halle-Neustadt 18(23), Göppingen 10(24), Rosengarten-Buchholz 9(24), Mainz 4(24), Kurpfalz Bren Ketsch 2(24).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -