- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hituðu upp klæddir úlpum, vettlingum og húfum

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aðstæður eru fremur óburðugar í Boro Čurlevski-íþróttahöllinni í Bitola í Norður-Makedóníu þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, og samherjar hans í danska úrvalsdeildarliðinu GOG mæta Eurofarm Pelister í Evrópu í D-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld.

Svo kalt var í íþróttahöllinni þegar GOG æfði þar að leikmenn urðu að klæðast úlpum, húfum og vettlingum til þess að fá hita í kroppinn. Mjög kalt er úti á þessum slóðum eins og víða í Evrópu um þessar mundir.

Hitablásarar voru í íþróttasalnum þegar æfingin fór fram en þeir máttu sín lítils gegn kuldanum inn í íþróttahöllinni sem vafalaust er í ofanálag ekki vel einangruð.

Boro Čurlevski-íþróttahöllin var byggð árið 1975 og endurbætt fyrir 12 árum. Hún rúmar 3.700 manns í sæti og var stærsta íþróttahöll í Norður-Makedóníu þar til hin glæsilega Boris Trajkovski Sports Center-íþróttahöll var reist snemma á þessari öld.

Leikur Eurofarm Pelister og GOG hefst klukkan 19.45. GOG er í öðru sæti D-riðils með átta stig í sex leikjum en Pelister-liðið er næst á eftir með 7 stig eftir sjö leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -