- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK náði að velgja Valsmönnum undir uggum

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tíu mörk fyrir Val gegn HK. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Valur vann HK með sjö marka mun, 32:25, í viðureign liðanna í Origohöllinni á Hlíðarenda í kvöld í Olísdeild karla. Um var að ræða frestaðan leik úr annarri umferð.


Valur hefur þar með komið sér fyrir við hlið ÍBV í deildinni. Hvort lið hefur sex stig eftir þrjá leiki. HK er sem fyrr án stiga en vinnur hörðum höndum að þeim fyrstu.


HK-ingar náðu að stríða Valsmönnum í 40 mínútur í kvöld, eflaust meira en flestir hefðu reiknað með. HK var með yfirhöndina nær allan fyrri hálfleik og var forskotið allt upp í þrjú mörk. Varnarleikur Kópavogsliðsins reyndist Valsliðinu erfiður. Valur komst yfir á lokaspretti fyrri hálfleiks og var yfir, 16:14, í hálfleik.


Leikmenn HK hófu síðari hálfleik á að jafna metin. Lengra komust þeir varla því Valsmenn sneru við taflinu jafnt og þétt þegar kom fram í hálfleik. Þreyta sagði til sín hjá HK-ingum og leikur liðsins fjaraði aðeins út.


Þótt Valsmenn hafi ekki átt stórleik þá dugði hann þeim til öruggs sigurs sem leiddur var áfram af yngri mönnum liðsins, bræðrunum Arnóri Snæ og Benedikti Óskarssonum, Einari Þorsteini Ólafssyni, Þorgils Jóni Svölu Baldurssyni og fleirum. Eins óx Björgvin Páli Gústavssyni ásmegin þegar á leikinn leið.


Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 10, Arnór Snær Óskarsson 5, Vignir Stefánsson 4, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Þorgils Jón Svölu- Baldursson 3, Einar Þorsteinn Ólafsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13, 34,2%
Mörk HK: Elías Björgvin Sigurðsson 5, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Sigurður Jefferson Guarino 3, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 3, Sigurvin Jarl Ármannssn 2, Arnór Róbertsson 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Kristján Pétur Barðason 2, Bjarki Finnbogason 1, Hjörtur Ingi Halldórsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 7, 25,9% – Sigurjón Guðmundsson 4, 25%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild er hér.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Fylgst var með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -