- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK tók völdin er á leið og KA/Þór fór með tvö stig norður

Jakob Lárusson, fyrir miðri mynd ræðir við leikmenn FH í leikhléi. Hann hætti þjálfun liðsins í dag. Mynd/Brynja T.
- Auglýsing -

Olísdeild kvenna fór af stað á ný eftir langt hlé og það var boðið uppá þrjá leiki í dag en leik Fram og ÍBV var frestað vegna samgangnaörðugleika á milli lands og Eyja. Leikurinn hefur verið settur á klukkan 14 á morgun í Framhúsinu.

Á Hlíðarenda tóku heimastúlkur í Vals á móti Stjörnunni þar sem heimastúlkur unnu sjö marka sigur 28-21 sjá um má umfjöllun um þann leik hér.

HK tók völdin í seinni hálfleik

HK tók á móti nýliðum FH þar sem heimastúlkur byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina framan af hálfleiknum en FH stúlkur komu sterkar inn og náðu góðum kafla og fóru inní hálfleikinn með eins marks forystu 15-14.

HK-ingar komu öflugar til leiks í seinni hálfleik og skoruðu 12 mörk gegn einu FH inga og lögðu þar með grunninn að öruggum 12 marka sigri 33-21. Díana Kristín Sigmarsdóttir var markahæst í liði HK með sjö mörk en hjá gestunum var Emilía Ósk Steinarsdóttir atkvæðamest með 10 mörk.

Sú markahæsta er meidd

Skarð var svo sannarlega fyrir skildi hjá FH þar sem Britney Cots, markahæsti leikmaður deildarinnar, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla á mjöðm. Að sögn Jakobs Lárussonar, þjálfara FH þá fer Cots í læknisskoðun á mánudaginn en hann sagðist ekki reikna með henni í næstu tveimur leikjum, að minnsta kosti.

Unnu naumt án Mörthu

Í lokaleik dagsins voru það Haukar og KA/Þór sem mættust á Ásvöllum þar sem að markverðir liðanna voru í aðalhlutverkum í miklum sveiflukenndum leik þar sem KA/Þór án Mörtu Hermannsdóttur tókst að vinna með eins marks mun, 21:20. Heimastúlkur byrjuðu leikinn betur og eftir tíu mínútna leik voru þær komnar með þriggja marka forystu, 4-1.

Það tók hins vegar gestina aðeins 5 mínútur að snúa leiknum sér í vil og komust í eins marks forystu 6-5 og það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru norðanstúlkur með frumkvæðið og fóru svo inní hálfleik með þriggja marka forystu, 13-10.

KA/Þór hélt áfram á sömu braut í seinni hálfleik og eftir 16 mínútna leik voru þær komnar með sjö marka forystu 19-12 en þá var eins og Haukar rönkuðu við sér úr rotinu og náðu að vinna sig hægt og rólega aftur inní leikinn og minnka muninn niður í eitt mark 20-19.

Þegar um 40 sekúndur voru eftir af leiknum fóru norðanstúlkur fram í sókn og Aldís Ásta Heimisdóttir náði að skora tuttugasta og fyrsta mark KA/Þórs og tryggði þar með sigur gestanna. Haukar náðu þó að skora eitt mark til viðbótar og lauk leiknum með sigri norðanstúlkna, 21-20.

Úrslit dagsins

Valur 28-21 Stjarnan (13-9)
Mörk Vals: Lovísa Thompson 10, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Karlotta Óskarsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Ásdís Þóra Ásgeirsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Mariam Eradze 1, Elína Rósa Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 9, Andrea Gunnlaugsdóttir 2.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 11, Helena Rut Örvarsdóttir 7, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 7.

HK 33-21 FH (14-15)
Mörk HK: Díana Kristín Sigmarsdóttir 7, Sigríður Hauksdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 6, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Þóra María Sigurjónsdóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 6, Alexandra Von Gunnarsdóttir 3.
Mörk FH: Emilía Ósk Steinarsdóttir 10, Ragnheiður Tómasdóttir 4, Andrea Valdimarsdóttir 2, Aníta Theodórsdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Aþena Arna Ágústsdóttir 1, Emma Havin Sardardóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 11, Írena Björk Ómarsdóttir 1.

Haukar 20-21 KA/Þór (10-13)
Mörk Hauka: Birta Lind Jóhannsdóttir 5, Sara Odden 5, Karen Helga Díönudóttir 4, Berta Rut Harðardóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 14.
Mörk KA/Þórs: Rut Jónsdóttir 9, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 17.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -