- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hleypur á snærið hjá Íslendingaliði

Isabelle Gullden t.v. gengur til liðs við Lugi í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hressilega hljóp á snærið hjá sænska úrvalsdeildarliðinu, Lugi, sem einnig er hægt að kalla Íslendingalið, þegar greint var frá því í morgun að þekktasta handknattleikskona Svía, Isabelle Gulldén, hafi samið við félagið.


Gulldén, sem leikur alla jafna á miðjunni, kemur til Lundarfélagsins í sumar eftir eins árs veru hjá Evrópumeisturum Vipers Kristiansand. Ellefu ár eru liðin frá því að Gulldén hleypti heimdraganum og hefur síðan unnið fjölda landsmeistaratitla í nokkrum löndum auk þess að vera í sigurliði Meistaradeildar Evrópu og í Evópudeildinni.


Tvær íslenskar handknattleikskonur eru hjá Lugi, systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur. Verður það án efa lærdómríkt fyrir systurnar að æfa og leika með Gulldén sem hefur verið á meðal fremstu handknattleikskvenna í Evrópu í ríflega áratug.


Eins og áður segir leikur Gulldén með Evrópumeisturum Vipers Kristiansand en áður hefur hún m.a. verið í herbúðum Viborg, CSM Búkarest og Brest Bretagne. Gulldén sló fyrst í gegn fyrir nærri hálfum öðrum áratug sem leikmaður Sävehof. Hún ákvað að hætta með sænska landsliðinu eftir EM 2020 í Danmörku.


Lugi situr um þessar mundir í sjöunda sæti af 12 liðum sænsku úrvalsdeildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -