- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hljóp á snærið hjá dönsku meisturunum

Nerea Pena er komin til liðs við Team Esbjerg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það hljóp heldur betur á snærið hjá danska meistaraliðinu Team Esbjerg í gærkvöld þegar spænska landsliðskonan Nerea Pena samdi við liðið. Hún er klár í slaginn með danska liðinu nú þegar. Samningur hennar gildir út leiktíðina. Pena getur leikið með Esbjerg-liðinu um helgina í Meistaradeild Evrópu.

Pena er ein fjögurra leikmanna sem losnaði undan samningi við ungverska liðið Siofok á dögunum þegar upp úr sauð hjá liðinu þegar þjálfara liðsins, Norðmanninum Bent Dahl var sagt upp störfum.

„Ég hef ekki leikið handbolta í þrjár vikur og er einstaklega glöð að vera komin í topplið og leika í Meistaradeildinni,“ sagði Pena við danska fjölmiðla í gærkvöld.

Pena, sem er 31 árs gömul, á að fylla í skarðið fyrir hollenska leikstjórnandann Estavana Polman sem sleit krossband í ágúst sl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -