- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Áttundi keppnisdagur – milliriðlar hefjast

Íslenska landsliðið mætir landsliði Sviss á HM í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Keppni í milliriðlum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla hefst í dag með sex leikjum. Íslenska landsliðið verður eitt af fyrstu liðum á svið að þessu sinni þegar það mætir Sviss í Dr. Hassan Moustafa íþróttahöllinni í 6. október hverfinu í Kaíró. Á sama tíma eigast við Norður-Makedónía og Slóvenía í milliriðli fjögur. Leikir reka sig hver á fætur öðrum langt fram á kvöld.


Einnig verður blásið til leiks í Forsetabikarnum. Átta lið berjast um þessi eftirsóttu verðlaun. Að vanda berjast átta lið í tveimur riðlum sem munu síðan leika í kross sín á milli um sæti og efstu liðin í hvorum riðli um sjálfan forsetabikarinn. Keppnin um forsetabikarinn hefur verið hluti af heimsmeistaramótunum frá árinu 2007.
 

Milliriðill 3:
Sviss – Ísland, kl. 14.30.
Frakkland – Alsír, kl. 17.
Portúgal – Noregur, kl. 19.30.

Millriðill 4:
Norður-Makedónía – Slóvenía, kl. 14.30.
Rússland – Egyptaland, kl. 17.
Svíþjóð – Hvíta-Rússland, kl. 19.30.


Forsetabikarinn:
Chile – Suður-Kórea, kl 17.
Austurríki – Marokkó, kl. 17.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -