- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Japan og Argentína fóru áfram með stig

Leikmenn japanska landsliðsins lokuðu leiðum fyrir Króötum til að fara áfram í milliriðil með stig. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Japanska landsliðið kom mörgum á óvart með því að leggja krótaíska landsliðið, 28:26, í lokaumferð G-riðils á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik. Þar með tekur Japan með sér tvö stig inn í milliriðlakeppnina sem hefsta á fimmtudaginn. Bronslið EM í fyrra, Króatía byrjar stigalaust og verður að halda vel á spilunum í milliriðlakeppninni til þess að geta átt einhverja möguleika á að leika um verðlaun á mótinu.

Leikmenn argentínska landsliðsins voru himinglaðar með sæti í millriðli og að vera með tvö stig í farteskinu. Mynd/EPA


Annars var flest eftir bókinni á mótinu í kvöld. Danir unnu stórsigur á Suður Kóreu, 35:23, í leik sem aldrei varð jafn. Hæð og styrkur danska landsliðsins var mun meiri svo það lék aldrei vafi á hvort liðið væri betra.
Tékkar unnu granna sína frá Slóvakíu, 24:23, í æsispennandi leik í E-riðli fyrr í dag. Það var nánast jafnt á öllum tölum frá upphafi til enda.

Mie Höjlund í þann mund að skora eitt af 35 mörkum danska landsliðsins í kvöld. Mynd/EPA


Kongó flaut áfram úr F-riðli ásamt Dönum og Suður Kóreubúum. Japan og Króatía sigldu ásamt Brasilíu úr G-riðli. Argentína krækti í annað sætið í H-riðli og fór áfram í milliriðil með tvö stig, nokkuð sem fæstir reiknuðu með fyrirfram. Kínverska landsliðið sat eftir með sárt ennið en austurríska landsliðið fer áfram stigalaust.

Landslið Slóvaka fer þar með í riðill tvö í forsetabikarnum sívinsæla ásamt landsliðum Túnis, Paragvæ og Kína en í millriðil eitt fara liðin sem verða í neðstu sætum A, B, C og D-riðla. Slóvakar mæta Túnisbúum og Paragvæ leikur við Kína á miðvikudag á fyrsta leikdegi í millriðli tvö í forsetabikarnum.


E-riðill:
Tékkland – Slóvakía 24:23.
Þýskaland – Ungverjaland 25:24.
Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

F-riðill:
Túnis – Kongó 24:33.
Danmörk – Suður Kórea 35:23.
Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

G-riðill:
Brasilía – Paragvæ 33:19.
Króatía – Japan 26:28.
Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

H-riðill:
Argentína – Kína 36:24.
Spánn – Austurríki 31:19.
Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Í milliriðli þrjú verða:
Þýskaland 4 stig, Danmörk 4 stig, Ungverjaland 2 stig, Suður Kórea 2 stig, Tékkland 0 stig, Kongó 0 stig.

Í fyrstu umferð á fimmtudaginn mætast:
Þýskaland – Kongó.
Danmörk – Ungverjaland.
Tékkland – Suður Kórea.

Í millriðli fjögur verða:
Brasilía 4 stig, Spánn 4 stig, Japan 2 stig, Argentína 2 stig, Króatía 0 stig, Austurríki 0 stig.

Í fyrstu umferð á fimmtudaginn mætast:
Brasilía – Austurríki.
Spánn – Japan.
Króatía – Argentína.


Á morgun lýkur keppni í A, B, C og D-riðlum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -