- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Leikir föstudags og staðan

Ignacio Prades sem tók við þjálfun spænska landsliðsins í haust kallar skipanir til leikmanna sinna. Gestgjafar Spánar eiga erfiðan leik fyrir höndum á HM í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Önnur umferð í milliriðlum þrjú og fjögur á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik fer fram í dag og í kvöld. Helsti leikur þessarar umferðar er viðureign Suður Kóreu og Þýskalands. Ef Suður Kóreanska liðið vinnur leikinn er toppbaráttan komin í uppnám fyrir lokaumferðina og lið þjóðanna þar með jöfn að stigum fyrir lokaumferðina á sunnudaginn. Þýska landsliðið hefur ekki tapað leik í keppninni en Asíumeistararnir eru til alls líklegar.


Í milliriðli fjögur má segja að síðasta hálmstrá Króata sé innan seilingar en þeir verða að vinna Spánverja í kvöld til þess að halda í veika von um sæti í átta liða úrslitum. Eins mætast Suður Ameríkuliðin Brasilía og Argentína. Brasilíska liðið er taplaust í mótinu og það argentínska hefur átt afar góða spretti þótt það virðist standa grönnum sínum nokkuð að baki.

Milliriðill 3:
14.30 Suður Kórea – Þýskaland.
17.00 Ungverjaland – Kongó.
19.30 Tékkland – Danmörk – sýndur á RÚV2.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 4:
14.30 Argentína – Brasilía – sýndur á RÚV (aðalrás).
17.00 Japan – Austurríki.
19.30 Króatía – Spánn.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


Einn leikur verður í keppninni um forsetabikarinn. Slóvakar mæta Paragvæum klukkan 14. Túnis hefur verið úrskurðaður sigur, 10:0, á Kína eftir að kínverska liðið dró sig úr keppni seint í gærkvöld í framhaldi af því að kórónuveirusmit greindist í herbúðum þess eins og handbolti.is sagði frá í morgunsárið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -