- Auglýsing -

HM: Leikir mánudagsins – keppni í fjórum riðlum lýkur

Mynd/EPA

Þriðja og síðasta umferð í E, F, G og H-riðlum heimsmeistaramóts kvenna fer fram í kvöld þegar átta leikir verða á dagskrá. Grannríkin Tékkland og Slóvakía slást um að fylgja Þýskalandi og Ungverjalandi inn í milliriðila úr E-riðli. Viðureign Tékka og Slóvaka verður m.a. sýnd á RÚV2 klukkan 17.


Svipaða sögu er að segja af landsliðum Túnis og Kongó sem ekki hafa krækt í stig til þessa. Þau mætast í leik um að fylgja í kjölfar Dana og Suður Kóreubúa upp úr F-riðli.


Króatía og Japan standa vel að vígi í öðru og þriðja sæti G-riðils og hugsanlega skipta úrslit leiks þeirra ekki neinu máli þegar viðureignin þeirra hefst klukkan 19.30. Brasilía mun að líkindum vinna liðsmenn Paragvæ í leik þjóðanna sem hefst klukkan 17. Landslið Paragvæ hefur ekki sýnt það til þessa á mótinu að það sé líklegt til þess að veita brasilíska landsliðinu skráveifu.

Nokkur spenna er enn fyrir hendi í H-riðli. Spænska liðið er öruggt áfram i milliriðla og segja má að flest bendi til þess að Austurríki fylgi þeim eftir. Þó er ekkert hægt að útiloka í þeim efnum og hver veit nema kínverska landsliðið vinni stórsigur á argentínska landsliðinu og setji H-riðil í uppnám.

Einstakur árangur

Í gær setti hollenska landsliðið met í markaskorun í einum leik á HM er það skoraði 58 mörk á móti landsliði Usbekistan. Fyrra met átti kvennalandslið Ungverjalands en það skoraði 57 mörk hjá ástralska landsliðinu á HM í Rússlandi 2005, 57:9.


Natalie Hagman, landsliðskona Svía, náði þeim einstaka árangri að skora 19 mörk í 21 skoti í 38 marka sigri Svía í gær á landsliði Púertó Ríkó, 48:10.

Leikir dagsins og staðan í E, F, G og H-riðlum.


Kl. 17:
E: Tékkland – Slóvakía – sýndur á RÚV2.
F: Túnis – Kongó
G: Brasilía – Paragvæ
H: Argentína – Kína

Kl. 19.30:
E: Þýskaland – Ungverjaland
F: Danmörk – Suður Kórea – sýndur á RÚV2.
G: Króatía – Japan
H: Spánn – Austurríki

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -