- Auglýsing -

HM: Leikir miðvikudags – tvö sæti í undanúrslitum

Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs. Mynd/EPA

Í kvöld skýrist hvaða landslið tveggja þjóða tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik sem fram fer á Spáni. Klukkan 16.30 mætast landslið Noregs og Rússlands og þremur stundum síðar eigast Frakkar og Svíar við í síðasta leik átta liða úrslita á mótinu að þessu sinni.

Af landsliðunum fjórum er rússneska landsliðið það eina sem hefur tapað leik til þessa á mótinu. Rússar töpuðu fyrir Frökkum í fyrrakvöld í síðustu umferð í milliriðli eitt.Spánverjar og Danir komust í undanúrslit mótsins í gær. Danir leika annað hvort við Frakka eða Svía í undanúrslitum á föstudaginn. Spánverjar mæta Noregi eða Rússlandi.


Auk leikjanna tveggja að ofan mætast landslið Angóla og Slóvakíu í úrslitaleik um forsetabikarinn en um hann hafa neðstu liðin átta af fyrsta stigi mótsins keppst um síðustu daga.

Leikir dagsins á HM

Kl. 16.30: Noregur – Rússland – sýndur á RÚV (aðalrás).
Kl. 19.30: Frakkland – Svíþjóð – sýndur á RÚV2.

Kl. 16.30: Angóla – Slóvakía, úrslitaleikur um forsetabikarinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -