- Auglýsing -

HM: Leikir miðvikudagsins – keppni hefst í milliriðlum

Þýska landsliðið er taplaust á heimsmeistaramótinu á Spáni. Það mætir landsliði Kongó í dag. Mynd/EPA

Blásið verður til leiks í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í dag. Sex lekir verða á dagskrá og þrjá þeirra er mögulegt að sjá í útsendingu RÚV.


Um er að ræða fyrstu leiki í milliriðlum þrjú og fjögur. Keppni byrjar í milliriðlum eitt og tvö á morgun. Eins og vant er þá taka liðin með sér inn í milliriðla úrslit úr leikjum við þau lið sem voru með þeim í riðlum á fyrsta stigi keppninni.


Þrír leikdagar verða í hverum milliriðli og fara tvö efstu lið hvers riðils áfram í átta liða úrslit mótsins.

Millriðill 3:
14.30 Tékkland – Suður Kórea – sýndur á RÚV (aðalrás).
17.00 Þýskaland – Kongó.
19.30 Danmörk – Ungverjaland – sýndur á RÚV2.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Millriðill 4:
14.30 Króatía – Argentína.
17.00 Brasilía – Austurríki – sýndur á RÚV2.
19.30 Spánn – Japan.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Kapphlaupið um forsetabikarinn

Einnig hefst kapphlaupið um forsetabikarinn í dag. Um hann bítast liðin átta sem ráku lestina í riðlakeppni mótsins. Leikir dagsins í í riðli tvö í forsetabikarnum:

14.00 Slóvakía – Túnis.
16.30 Paragvæ – Kína.


Fyrsta umferð í riðli eitt í forsetabikarnum byrjar á morgun. Þegar keppni verður lokið í riðlakeppni forsetabikarsins 13. desember verður gert eins dags hlé áður en leikið verður um sæti 24 til 32. Liðið sem hafnaði í 24. sæti þegar upp verður staðið hreppir forsetabikarinn (Presidents Cup).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -