- Auglýsing -

HM: Noregur sendi heimsmeistarana heim eftir háspennuleik

Þórir Hergeirsson og leikmenn norska landsliðsins eru enn og aftur í átta liða úrslitum á stórmóti. Mynd/EPA

Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sendi heimsmeistara Hollands heim frá heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í kvöld með þriggja marka sigri í síðasta leik millriðils tvö á heimsmeistaramótinu, 37:34, í hreint frábærum leik. Noregur vann þar með riðilinn með níu stig og tekur sænska landsliðið með sér sem er stigi á eftir. Hollendingar sitja eftir með sárt ennið.

Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni í leiknum við Hollendinga í kvöld. Mynd/EPA


Noregur mætir Rússlandi í átta liða úrslitum á miðvikudaginn. Svíar leika við Ólympíumeistara Frakka sem unnu millriðil eitt eftir mjög öruggan sigur á Rússum, 33:28. Frakkar voru með 10 marka forskot þegar best lét. Franska liðið er ógnvænlega sterkt um þessar mundir og hefur leikið liða best á mótinu.

Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 17:17. Norska liðið byrjaði illa og var m.a. 12:6, undir um skeið áður en það sneri blaðinu við og komst í fyrsta sinn yfir í leiknum, 19:18. Rétt fyrir miðjan síðari hálfleik var Noregur kominn með þriggja marka forskot, 26:23. Upp úr því jafnaðist leikurinn. Liðin skoruðu nánast úr hverri sókn þar til þrjár mínútur voru eftir þegar einn leikmanna hollenska liðsins vippaði boltanum í slá í opnu færi í stöðunni, 36:34. Spennan var gríðarleg á lokamínútunum. Norðmenn voru minnugir leiksins við Svía á laugardagskvöld þegar Svíar skoruðu tvö síðustu mörkin og jöfnuðu. Þeim urðu ekki á nein mistök í kvöld.

Nora Mørk skoraði átta mörk fyrir norska landsliðið í leiknum. Mynd/EPA

Úrslit kvöldsins og lokastaðan

Milliriðill 1:
Pólland – Svartfjallaland 33:28.
Serbía – Slóvenía 31:25.
Rússland – Frakkland 28:33.
Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


Milliriðill 2:
Púertó Ríkó – Kasakstan 30:27.
Svíþjóð – Rúmenía 34:30.
Holland – Noregur 34:37.
Mörk Hollands: Dione Housheer 9, Danick Snelder 6, Inger Smits 5, Angela Malestein 4, Lois Abbingh 3, Bo Van Wetering 3, Laura Van Der Heijden 1, Larissa Nusser 1, Kelly Dulfer 1, Merel Freriks 1.
Mörk Noregs: Henny Reistad 9, Nora Mørk 8, Camilla Herrem 7, Malin Aune 4, Emilie Hegh Arntzen 3, Kari Brattset Dale 2, Stine Bredal Oftedal 1, Silje Solberg 1, Vilde Ingstad 1, Maren Aardahl 1.
Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Leikir í 8-liða úrslitum á morgun:
Kl. 16.30: Danmörk – Brasilía.
Kl. 19.30 Spánn – Þýskaland.
Leikir í 8-liða úrslitum á miðvikudag:
Frakkland – Svíþjóð.
Noregur – Rússland.


Forsetabikarinn:
Úsbekistan – Angóla 11:52.
Kamerún – Íran 32:17.
Lokastaðan í riðlunum tveimur. Leikið verður um sæti á miðvikudag.

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -