- Auglýsing -

HM: Reinhardt varði annað hvert skot – úrslit og staðan

Daninn Kathrine Heindahl hefur snúið af sér varnarmenn ungverska landsliðsins í leik þjóðanna á HM í kvöld. Mynd/EPA

Landslið Danmerkur, Spánar, Brasilíu og Þýskalands stigu skref í áttina að átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í kvöld. Danska landsliðið kjöldró ungt lið Ungverjalands, 30:19. Althea Reinhardt markvörður Dana fór á kostum varði annað hvert skot sem kom á markið.

Reinhardt var valin maður leiksins. Hún hældi félögum sínum í vörninni á hvert reipi í viðtali við DR fljótlega eftir að flautað var til leiksloka.


Þýskalandi lagði Kongó örugglega einnig með 11 marka mun, e.t.v. eins og við var búist.

Í millriðriðli tvö lentu Brasilíumenn í erfiðleikum með vængbrotið lið Austurríkis en tókst að vinna með sjö marka mun fyrir rest. Austurríska liðið, sem er án sjö leikmanna sem eru í einangrun vegna smita kórónuveiru, sneru slæmri stöðu snemma leiks í upp í jafnan leik um skeið.

Jennifer Gutierrez á auðum sjó í leik Spánverja og Japana. Mynd/EPA


Gestgjafar Spánverjar voru í mesta basli með frískt lið Japans. Það var ekki fyrr en á allra síðustu mínútum sem leiðir skildu og Spánn vann með tveggja marka mun, 28:26.


Milliriðill 3:
Tékkland – Suður Kórea 26:32.
Mörk Tékka: Charlotte Cholevova 6, Sara Kovarova 5, Jana Knedlikova 4, Kamila Kordovska 2, Dominika Zachova 2, Adela Striskova 2, Veronika Mala 2, Julie Frankova 1, Marketa Jerabkova 1, Michaela Holanova 1.
Mörk Suður Kóreu: Jinyi Kim 8, Migyeong Lee 7, Eun Hee Ryu 4, Harang Jo 4, Eunjoo Shin 2, Sora Kim 2, Jiyoung Song 1, Hansol Lee 1, Hyesoo Song 1, Yedam Oh 1, Darae Shin 1.

Þýskaland – Kongó 29:18.
Mörk Þýskalands: Johanna Stockschlader 6, Alina Grijseels 5, Amelie Berger 5, Marlene Kalf 3, Luisa Schulze 2, Antje Lauenroth 2, Alicia Stolle 2, Lena Degenhardt 1, Emily Bolk 1, Lisa Antl 1, Silje Brons Petersen 1.
Mörk Kongó: Fanta Diagouraga 7, Sharon Lea Dorson 3, Mercianne Hendo 2, Rita Luana Saraiva 2, Kimberley Rutil 1, Diane Gaelle Yimga 1, Patience Okabande 1, Betchaidelle Ngombele 1.

Danmörk – Ungverjaland 30:19.
Mörk Danmerkur: Kristina Jørgensen 6, Anne Mette Hansen 5, Lærke N. Pedersen 4, Rikke Iversen 3, Kathrine Heindahl 2, Line Haugsted 2, Emma Cecilie Friis 2, Mie Enggrob Højlund 2, Louise Burgaard 2, Trine Østergaard Jensen 1, Michala Elsberg Møller 1.
Mörk Ungverja: Greta Kacsor 4, Petra Vamos 3, Reka Bordas 2, Szandra Szollosi-Zacsik 2, Anett Kovacs 2, Noemi Hafra 2, Eszter Toth 1, Anna Albek 1, Greta Marton 1, Viktoria Lukacs 1.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 4:
Króatía – Argentína 28:22.

Mörk Króatíu: Stela Posavec 8, Valentina Blazevic 4, Katarina Jezic 4, Ana Debelic 3, Lara Buric 3, Larissa Kalaus 3, Paula Posavec 2, Andrea Simara 1.
Mörk Argentínu: Malena Cavo 5, Luciana Mendoza 5, Elke Josselinne Karsten 3, Rosario Victoria Urban 2, Micaela Casasola 2, Manuela Pizzo 1, Graciela Ayelen Garcia 1, Antonela Lucia Mena 1, Macarena Gandulfo 1, Lucia Dalle Crode 1.

Brasilía – Austurríki 38:31.
Mörk Brasilíu: Tamires Araujo 6, Bruna De Paula 5, Giulia Guarieiro 5, Adriana Cardoso 4, Jessica Ribeiro 4, Patricia Matieli 3, Barbara Arenhart 3, Ana Paula Rodrigues 2, Francielle Da Rocha 2, Mariane Fernandes 1, Larissa Araujo 1, Thais Fermo 1, Renata De Arruda 1.
Mörk Austurríkis: Patricia Kovacs 8, Ines Ivancok 8, Kristina Dramac 4, Johanna Schindler 3, Mirela Dedic 2, Johanna Reichert 2, Nora Leitner 2, Fabienne Tomasini 1, Sarah Draguljic 1.

Spánn – Japan 28:26.
Mörk Spánar: Maitane Echeverria 5, Alexandrina Cabral 5, Almudena Maria Rodriguez 4, Alicia Fernandez Fraga 3, Jennifer Maria Gutierrez 3, Carmen Dolores Martin 2, Paula Arcos Poveda 2, Kaba Gassama Cissokho 2, Carmen Campos Costa 1, Ainhoa Hernandez 1.
Mörk Japans: Natsuki Aizawa 7, Hikaru Matsumoto 7, Kaho Nakayama 5, Maharu Kondo 3, Mika Nagata 1, Mana Ohyama 1, Naoko Sahara 1, Saki Hattori 1.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Forsetabikarinn, riðill 2:
Slóvakía – Túnis 31:27.
Paragvæ – Kína 30:24.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -