- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Svíar knúðu fram jafntefli – úrslit og staðan

Nina Dano sækir að norsku vörninni í leik Svía og Norðmanna á HM í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænska landsliðinu tókst að tryggja sér annað stigið í uppgjörinu við norska landsliðið í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna á Spáni í kvöld. Svíar skoruðu tvö síðustu mörkin en það síðara gerði Olivia Mellegard fjórum sekúndum fyrir leikslok. Úrslitin 30:30 og framundan er æsispennandi lokaumferð á mánudagskvöld í milliriðli tvö.


Hollendingar og Norðmenn eru jafnir með sjö stig og Svíar hafa sex stig en aðeins tvö fara áfram í átta liða úrslitum. Sænska landsliðið mætir rúmenska landsliðinu á mánudaginn en Norðmenn og Hollendingar eigast við. Svo kann að að fara að þau verði öll jöfn að stigum og þá mun heildarmarkatalan skera úr um hvert þeirra fer áfram í átta liða úrslit.



„Sænska liðið lagði sig fram og barðist af krafti. Við vorum hinsvegar með frumkvæði og hefðum átt að vinna leikinn. Það er nánast eins og að tapa að hafa gert jafntefli,“ sagði Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í samtali við TV3 í Noregi eftir leikinn í kvöld.

Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni í leiknum við Svía í kvöld. Mynd/EPA


Í millriðli eitt liggur það fyrir að Frakkar og Rússar taka sæti í átta liða úrslitum ásamt Dönum, Þjóðverjum Brasilíubúum og Spánverjum sem þegar eru örugg áfram úr milliriðlum þrjú og fjögur.


Rússar unnu Svartfellinga í dag, 31:25, og eru með sjö stig, þremur fleira en Serbar sem eru í þriðja sæti í millriðli eitt. Frakkar eru efstir og taplausir með átta stig. Þeir unnu Serba í dag, 22:19.

Úrslit dagsins og staðan

Milliriðill 1:
Svartfjallaland – Rússland 25:31.
Mörk Svartfjallalands: Tatjana Brnovic 7, Jovanka Radicevic 7, Durdina Malovic 3, Dijana Mugosa 2, Itana Grbic 2, Ljubica Nenezic 1, Dijana Ujkic 1, Sanja Premovic 1, Ivona Pavicevic 1.
Mörk Rússlands: Olga Fomina 6, Antonina Skorobogatchenko 6, Karina Sabirova 5, Veronika Nikitina 4, Polina Gorshkova 3, Yaroslava Frolova 3, Iuliia Managarova 2, Elena Mikhaylichenko 1, Ekaterina Ilina 1.
Serbía – Frakkland 19:22.
Slóvenía – Pólland 26:27.
Mörk Slóveníu: Ana Gros 8, Alja Varagic 4, Tjasa Stanko 3, Nina Zulic 3, Natasa Ljepoja 2, Ziva Copi 2, Petra Kramar 1, Tija Gomilar Zickero 1, Manca Juric 1, Elizabeth Omoregie 1.
Mörk Póllands: Dagmara Nocun 6, Monika Kobylinska 5, Romana Roszak 4, Kinga Achruk 4, Adrianna Gorna 3, Oktawia Plominska 2, Sylwia Matuszczyk 2.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 2:
Rúmenía – Púertó Ríkó 43:20.
Mörk Rúmeníu: Alexandra Dindiligan 7, Alexandra-Diana Badea 6, Lorena-Gabriela Ostase 6, Dana-Andreea Rotaru 5, Alexandra-Georgiana 5, Cristina Laslo 5, Bianca Elena 2, Elena-Nicoleta Dinca 2, Maria-Madalina Zamfirescu 1, Ana Maria Tanasie 1, Diana-Cristiana Ciuca 1, Bianca-Maria Bazaliu 1, Alina Ilie 1.
Mörk Púertó Ríkó: Nathalys Ceballos 4, Zuleika Fuentes 4, Adriana Cabrera 3, Jailene Maldonado 3, Lizabeth Rodriguez 3, Joane Vergara 2, Robeliz Ortiz 1.
Kasakstan – Holland 15:61.
Mörk Kasakstan: Irina Alexandrova 5, Zlata Zvyagina 3, Kamila Serikbayeva 2, Natalya Poluyanko 2, Kristina Stepanova 2, Dana Abilda 1.
Mörk Hollands: Bo Van Wetering 18, Dione Housheer 13, Kelly Dulfer 5, Angela Malestein 4, Lois Abbingh 4, Larissa Nusser 4, Zoe Sprengers 3, Kelly Vollebregt 3, Danick Snelder 3, Debbie Bont 2, Inger Smits 2.
Svíþjóð – Noregur 30:30.
Mörk Svía: Nathalie Hagman 9, Jamina Roberts 6, Emma Lindqvist 6, Olivia Mellegard 5, Linn Blohm 3, Carin Stromberg 1.
Mörk Noregs: Veronica Kristiansen 7, Kari Brattset Dale 5, Henny Reistad 4, Nora Mørk 4, Marit Jacobsen 3, Camilla Herrem 3, Stine Bredal Oftedal 2, Emilie Hegh Arntzen 1, Sanna Solberg-Isaksen 1.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Forsetabikarinn:
Angóla – Íran 41:8.
Kamerún – Usbekistan 42:23.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -