- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Þrír með í fyrsta sinn

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þrír leikmenn íslenska landsliðsins léku í gær í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti í handknatteik. Þeir eru Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður, Viggó Kristjánsson og Elliði Snær Viðarsson. Tveir úr íslenska hópnum í Kaíró geta fetað í fótspor þeirra í næstu leikjum Íslands á mótinu, Kristján Örn Kristjánsson og Magnús Óli Magnússon.


Fyrir tveimur árum léku níu leikmenn í fyrsta sinn með íslenska landsliðinu á HM. Fimm þeirra tók þátt í tapleiknum við Portgúal í gærkvöld, Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ýmir Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson.

Oddur fetar í fótspor Harðar

Oddur Gretarsson var í leikmannahópnum í gærkvöldi þótt hann kæmi ekki við sögu. Tíu ár eru liðin síðan Oddur var síðast í leikmannhóp Íslands í HM leik. Svo langt hefur ekki liðið á milli HM-leikja hjá leikmanni íslenska landsliðsins í 47 ár. Á HM 1974 var Ármenningurinn Hörður Kristinsson í landsliðinu tíu árum eftir að hann tók síðasta þátt á HM 1964. Á þessum árum var lengra á milli heimsmeistaramóta. Íslenska landsliðið komst ekki á HM 1967 og árið 1970 þegar Ísland öðlaðist þátttökurétt var Hörður ekki valinn.

Markvörðurinn úr FH, Hjalti Einarsson, var einnig í landsliðinu 1964 og 1974 en hann var með á HM 1970 í Frakkalandi þar sem Hörður var fjarri góðu gamni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -