- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Þýskur sigur skaut Dönum áfram

Leikmenn Brasilíu fagna sigri á Argentínu á HM í dag og sæti í átta liða úrslitum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýskaland og Brasilía eru komin áfram í átta liða úrslitu heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik á Spáni eftir að hafa unnið leiki sína í annarri umferð milliriðlakeppninnar í dag. Sigur Þjóðverjar gerði gott betur en að fleyta þeim áfram heldur varð þess valdandi að danska landsliðið á einnig víst sæti í átta riðla úrslitum.


Danir eiga tvo leiki eftir í milliriðli en Suður Kórea einn auk þess sem danska landsliðið er tveimur stigum á undan þá unnu Danir liðsmenn Suður Kóreu á dögunum og standa þar af leiðandi betur að vígi innbyrðis komi til þess að liðinu verði jöfn eftir milliriðlakeppnina. Danir mæta Tékkum í kvöld áður en þeir mæta þýska landsliðinu í lokaumferð milliriðlakeppninnar á sunnudaginn.

Brasilía er efst í milliriðli fjögur og fer örugglega áfram. Brasilíska liðið vann sannfærandi sigur á argentínska landsliðinu í dag, 24:19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:10.

Spánverjar fylgja Brasilíu eftir í kvöld með jafntefli eða sigri í leik við Króata.


Landslið Suður Kóreu stóð í þýska landsliðinu framan af viðureign þeirra í dag. Aðeins var þriggja marka munur í hálfleik, 19:16. Þýska liðinu heldu engin bönd í síðari hálfleik og sigurinn var afar öruggum, 37:28. Þjóðverjar hafa ekki tapað leik á mótinu og hefur skapast mikil stemning í kringum það af þeim sökum.


Milliriðill 3:
Suður Kórea – Þýskaland 28:37.
Mörk Suður Kóreu:
Migyeong Lee 6, Eun Hee Ryu 4, Jiyoung Song 4, Hyesoo Song 3, Jinyi Kim 3, Eunjoo Shin 2, Sora Kim 2, Sara Oh 1, Suyeon Jo 1, Yedam Oh 1, Ji In Jung 1.
Mörk Þýskalands: Emily Bölk 8, Alina Grijseels 8, Julia Maidhof 5, Meike Schmelzer 5, Xenia Smits 3, Antje Lauenroth 3, Johanna Stockschlader 2, Amelie Berger 1, Alicia Stolle 1, Mia Zschocke 1.

Leikir í kvöld:
17.00 Ungverjaland – Kongó.
19.30 Tékkland – Danmörk.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 4:
Argentína – Brasilía 19:24.
Mörk Argentínu: Elke Josselinne Karsten 5, Malena Cavo 4, Manuela Pizzo 3, Macarena Gandulfo 2, Luciana Mendoza 2, Giuliana Gavilan 1, Micaela Casasola 1, Lucia Dalle Crode 1.
Mörk Brasilíu: Patricia Matieli 9, Jessica Ribeiro 5, Bruna De Paula 4, Larissa Araujo 2, Giulia Guarieiro 2, Tamires Araujo 1, Adriana Cardoso 1.

Leikir í kvöld:
17.00 Japan – Austurríki.
19.30 Króatía – Spánn.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -