- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Ungverjar og Spánverjar öruggir – spenna í öðrum milliriðli

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverjar og Evrópumeistarar Spánar eru öruggir um sæti í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Egyptlandi þótt enn eigi eftir að leika lokaumferðina. Ungverjar hafa ekki tapað leik á mótinu og héldu uppteknum hætti í dag þegar þeir lögðu Pólverja örugglega, 30:26, eftir að hafa verið með yfirburði lengst af. Eins og við var að búast vann spænska landsliðið Úrúgvæmenn fremur létt. Ungverjar eru með fullt hús stiga, átta. Spánn er einu stigi á eftir. Ungverjar og Spánverjar mætast í lokaumferðinni á mánudagskvöld.


Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar getur náð þriðja sæti riðilsins en lengra nær það ekki verandi þremur stigum á eftir spænska landsliðinu. Grannþjóðirnar Þýskaland og Pólland leik um þriðja sæti riðilsins í lokaumferðinni.

Meiri spenna ríkir um hvort það verður Argentína eða Króatía sem ná öðru sæti í milliriðli tvö eftir að Argentína vann uppgjör þjóðanna í kvöld, 23:19. Argentínumenn leika við Katarbúa í lokaumferðinni en Króatía við heimsmeistara Danmerkur og veit þegar gengið verður til leiks hvort þeir þurfa á sigri í leiknum að halda eða hvort þeir pakki saman og haldi heim á þriðjudagsmorgun. Leikurinn skiptir engu máli fyrir danska landsliðið sem á sæti vísti í átta liða úrslitum hvernig sem aðrir leikir fara.
 
Af tæknilegum ástæðum er ekki mögulegt að birta stöðuskiltin góðu í kvöld. Úr þeim vandræðum verður bætt á morgun en staðan í riðlunum er rituð fyrir neðan, stigafjöldi og leikjafjöldi innan sviga.

Milliriðill 1:
Úrúgvæ – Spánn 23:38 (12:24)
Pólland – Ungverjaland 26:30 (10:16)
Þýskaland – Brasilía 31:24 (16:12)
Staðan:
Ungverjaland 8(4), Spánn 7(4), Þýskaland 4(4), Pólland 4(4), Brasilía 1(4), Úrúgvæ 0(4).

Millriðill 2:
Katar – Barein 28:23 (13:14)
Argentína – Króatía 23:19 (12:12)
Japan – Danmörk 27:34 (17:19)
Staðan:
Danmörk 8(4), Argentína 6(4), Króatía 5(4), Katar 4(4), Japan 1(4), Barein 0(4).

Forsetabikarinn:
Túnis – Kongó 38:22
Grænhöfðaeyja – Angóla 0:10

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -