HMU18: Milliriðlar – staðan og leikir

Samherjar hjá Haukum og U18 ára landsliðinu, Elín Klara Þorkelsdóttir og Thelma Melsteð Björgvinsdóttir. Mynd/IHF

Keppni hefst í milliriðlum á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik síðdegis í dag. Um er að ræða fjóra milliriðla með fjórum liðum í hverjum þeirra, alls 16 lið. Hvert lið leikur tvisvar, í dag og á föstudaginn. Eftir það taka við átta liða úrslit þar sem verða tvö efstu lið hvers milliriðils. Tvö neðstu lið hvers riðils taka þátt í leikjum um níunda til sextánda sætið 7. og 8. ágúst.


Einnig verður leikið í átta liða úrslitum 7. og 8. ágúst. Úrslitaleikir um verðlaun fara fram 10. ágúst.

Sama snið er á keppninni um 17. til 32. sætið.


Íslenska landsliðið er meðal liðanna 16 í efri hlutanum. Hér fyrir neðan er staðan í riðlunum fjórum í þeim hluta heimsmeistaramótsins. Ástæða þess að sum liðin eru skráð með stig og öll eru skráð með einn leik í byrjun er sú að úrslit frá riðlakeppninni flytjast með, t.d. sigur Íslands á Svíþjóð í riðlakeppninni, 22:17.


Riðill 1 – staðan:

N-Makedónía110031 – 192
Ísland110022 – 172
Svíþjóð100117 – 220
Íran100119 – 310

Leikir í riðli 1:
3. ágúst: Ísland – Íran kl. 16.30.
3. ágúst: Norður Makedónía – Svíþjóð, kl. 18.30.
5. ágúst: Svíþjóð – Íran, kl. 16.30.
5. ágúst: Norður Makedónía – Ísland, kl. 18.30.

Riðill 2 – staðan:

Danmörk110033 – 252
Egyptaland110033 – 312
Króatía100131 – 330
Portúgal100125 – 330

Riðill 3 – staðan:

Suður Kórea110034 – 282
Holland101029 – 291
Rúmenía101029 – 291
Þýskaland100128 – 340

Riðill 4 – staðan:

Noregur110031 – 192
Ungverjaland110022 – 212
Frakkland100121 – 220
Brasilía100119 – 310
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -