- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU20: Ungverjar eru óstöðvandi – Angóla stefnir á undanúrslit

Leikmenn Angóla fagna marki á HM í Slóveníu. Þeir hafa komið á óvart á mótinu. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Fátt virðist getað stöðvað Evrópumeistara Ungverja á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, sem stendur nú yfir í Slóveníu. Ungverska liðið hefur ekki tapað leik til þessa í mótinu. Reyndar hefur liðið haft talsverða yfirburði í leikjum sínum til þessa. Í dag vann ungverska liðið landslið Sviss með 17 marka mun, 40:23.


Angóla hefur komið á óvart og virðist stefna í undanúrslit, alltént í átta liða úrslit mótsins. Landslið Angóla gerði út um allar vonir liðs heimakvenna, Slóveníu, á að leika um eitt af átta efstu sætunum með góðum sigri í dag, 25:21. Þýska liðið sem var líklegt til þess að vinna milliriðilinn með Angóla, Slóvenum og Tékkum tapaði fyrir Tékklandi í kvöld, 24:20, og nær tæplega í undanúrslit.


Lokaumferð milliriðlakeppni mótsins fer fram á morgun með átta leikjum í fjórum riðlum.


Úrslit dagsins og staðan í milliriðlunum fjórum fyrir lokaumferðina.

Milliriðill 3:
Angóla – Slóvenía 25:21.
Þýskaland – Tékkland 20:24.

Staðan: Angóla 4 stig, Tékklandi 2, Þýskaland 2, Slóvenía 0.

Milliriðill 4:
Króatía – Egyptaland 24:17.
Ungverjaland – Sviss 40:23.

Staðan: Ungverjaland 4, Króatía 2, Sviss 2, Egyptaland 0.

Forsetabikarinn, milliriðill 3:
Chile – Litáen 15:33.
Rúmenía – Mexíkó 39:18.

Standings provided by SofaScore LiveScore

Forsetabikarinn, milliriðill 4:
Pólland – Kasakstan 38:27.
Austurríki – Bandaríkin 34:6.

Standings provided by SofaScore LiveScore

Forsetabikarinn, milliriðill 1:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Forsetabikarinn, milliriðill 2:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -