- Auglýsing -

Hnífjafnir undanúrslitaleikir í Færeyjum

Felix Már Kjartansson t.v. og Ágúst Ingi Óskarsson. Báðir lék þeir við góðan orðstír hjá Neistanum í Þórshöfn í vetur. Mynd/Neistin

Íslendingaliðið Neistin tapaði fyrri undanúrslitaleik sínum við KÍF frá Kollafirði í undanúrslitum færeysku bikarkeppninnar í dag, 26:25, á heimavelli. Liðin mætast á ný í Kollafirði á laugardaginn.

Í hinni viðureign undanúrslitanna vann ríkjandi bikarmeistari, H71, lið VÍF frá Vestmanna með níu marka mun, 33:24.


Liðin eigast við öðru sinni í Hoyvík eftir viku. Úrslitahelgi bikarkeppninnar í Færeyjum, Faxe Kondi-bikarinn, verður 18., 19. og 20. febrúar.


Arnar Gunnarsson er þjálfari Neistans sem lék til úrslita í bikarkeppninni fyrir ári en tapaði naumlega fyrir H71. Ágúst Óskarsson skoraði sex mörk fyrir Neistan í dag og Felix Kjartansson skoraði í tvígang. Þeir hafa leikið með liðinu frá því í haust við góðan orðstír. Hafnfirðingurinn Finnur Hanson er enn að leika með þótt hann hafi snúið sér að þjálfun í ríkari mæli á síðustu árum. Hann var í leikmannahópi Neistans í dag en skoraði ekki mark.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -