Hnífjafnt á toppnum – úrslitaleikur á þriðjudaginn?

Mynd/ J.L.Long

ÍR og Selfoss unnu viðureignir sínar á útivelli í kvöld í Grill66-deild kvenna. Er nú svo komið að aðeins er eins stigs munur á liðunum í tveimur efstu sætunum. ÍR er með 29 stig og er stigi á undan Selfossliðinu sem á leik til góða. Á þriðjudaginn sækir Selfossliðið ÍR-inga heim í Austurberg. Úrslit leiksins geta ráðið því hvort þeirra fer beint upp í Olísdeild í vor.


FH er skammt á eftir með 27 stig en hefur lokið einum leik meira en ÍR og tveimur fleiri en Selfoss. FH fær Gróttu í heimsókn annað kvöld í Kaplakrika.


Selfoss vann Víkinga með 12 marka mun í Víkinni, 34:22, í kvöld. Á sama tíma hafði ÍR betur gegn ungmennaliði Selfoss í TM-höllinni í Garðabæ, 36:25, eftir að hafa verið 14 mörkum yfir í hálfleik, 22:8.


Mörk Stjörnunnar U.:
Adda Sólbjört Högnadóttir 5, Ásthildur Bjarkadóttir 5, Hanna Guðrún Hauksdóttir 5, Thelma Sif Sófusdóttir 3, Birta María Sigmundsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 1, Thelma Dögg Einarsdóttir 1, Thelma Lind Victorsdóttir 1.

Mörk ÍR: Sylvía Jónsdóttir 7, Matthildur Jónsdóttir 6, Stefanía Ósk Hafberg 5, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Karen Tinna Demian 4, Ksenija Dzaferovic 3, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 2, Theodóra Sveinsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1.

Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 10, Ester Inga Ögmundsdóttir 4, Arna Þyrí Ólafsdóttir 3, Guðrún Maryam Rayadh 2, Elín Helga Lárusdóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1, Sigurlaug Jónsdóttir 1.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 12, Elín Krista Sigurðardóttir 4, Tinna Soffía Traustadóttir 4, Kristín Una Hólmarsdóttir 3, Róberta Strope 3, Katla Snorradóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 2, Emilía Kjartansdóttir 1, Elínborg Þorbjörnsdóttir 1, Hafdís Alda Hafdal 1, Hólmfríður Steinsdóttir 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er finna hér.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -