- Auglýsing -
- Auglýsing -

Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
  • Ekki kom á óvart að forsvarsmenn Kríu drógu lið sitt úr keppni í Olísdeild karla. Ákvörðunin hafði legið í loftinu nánast frá því að liðið vann sér sæti í deildinni í vor. Gamanið hafði kárnað. Gott er að hætta hverjum leik, þá hæst fram fer, sagði Hallgrímur Pétursson eftir góða veislu.
  • Hætt er við að endalok ævintýris Kríu hefðu orðið súr með þátttöku í Olísdeildinni á næstu leiktíð nema að aukin alvara og verulegur liðsstyrkur hefði komið til.
  • Sú staðreynd að Kría vann sér inn keppnisrétt í Olísdeildinni vekur enn einu sinni upp þær vangaveltur hvort ekki séu of mörg lið í deildinni. Ber breiddin í handboltanum hér á landi 12 liða úrsvalsdeild?  Að hópur hæfileikmanna, sumir komnir af léttasta skeiði ferilsins, nægi að æfa tvisvar í viku til að vinna sig upp í úrvalsdeild. Er það virklega það næst besta sem býðst fyrir úrvalsdeild? Stendur slík deild undir nafni?
  • Þar á ofan hópur manna sem sagði að æft væri of mikið og gerði lítið, viljandi eða óviljandi, úr því afreksstarfi sem haldið hefur verið uppi hér á landi um langt árabil og þeir eru sprottnir úr.
  • Ég veit að forsvarsmenn liðanna 12 sem eru í úrvalsdeildinni/Olísdeildinni eru mér ósammála um að of mörg lið eigi sæti í Olísdeild karla. Enda eðli okkar að vilja ekki missa spón úr eigin aski.
  • Tíu liða og síðar tólf liða Olísdeild karla hefur ekki orðið til þess að liðum í næst efstu deild fjölgaði né að þau sem þar eru styrktust. Höfum við efni á 12 liða úrvalsdeild? Undirstaðan hefur síst styrkst og þar liggur e.t.v. hundurinn grafinn.
  • Stjórnendur Handknattleikssamband Íslands hljóta að vera hugsi yfir þróuninni sem er ekki ný af nálinni og m.a. má sjá að allskyns tilraunum við mótahald á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar.
  • Fleiri lið í úrvalsdeild hefur m.a. orðið til að fjölga óspennandi leikjum. Eitt og tvö lið hafa á hverju ári dregist aftur úr og hefðu betur átt heima í næst efstu deild. Lið sem ekkert erindi hafa átt í úrvalsdeild til að hún standi undir nafni og eru síðan löskuð eftir reynsluna.
  • Staðreyndin er sú að í Grill66-deild karla á næstu leiktíð verða fimm lið auk U-liðanna. Blikur eru á lofti á meðal einhverra af þessum fimm liðum. Næst efsta deilda er jafnt og þétt að breytast í U-liða deild þeirra 12 liða sem eru í úrvalsdeild.
  • Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? spurði Jónas Hallgrímsson fyrir nærri 200 árum af öðru tilefni. Spurningin er góð og gild þótt Jónas hafi ekki haft hugann við handknattleik á námsárum sínum í Kaupmannahöfn.

    Ívar Benediktsson, ivar@handbolti.is
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -