- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hógværðin er oft að drepa Þórsara

Þórsarar á Akureyri. Þeir koma efni bréfsins að öðru leyti ekki við. Mynd/Skapti Hallgrímsson
- Auglýsing -

Nú þegar kórónuveiran hefur slegið handboltafólk eins og fleiri út af laginu þá velta menn einu og öðru fyrir sé meðan beðið er eftir að hægt verði að hefja leik á ný. Þórsarar á Akureyri hafa löngum verið með öflugt starf meðal barna og unglinga í handknattleik sem skilað hefur mörgum góðum leikmönnum fram á sjónarsviðið.

Þórsari einn sendi handbolta.is eftirfarandi mynd á dögunum og þótt nokkur dráttur hafi orðið á birtingu þá stendur bréfið jafnt sem kortið með liðsuppstillingunni fyrir sínu. Handbolti.is þakkar Þórsararnum kærlega fyrir sendinguna.

„Ég setti saman liðsuppstillingu af handboltaliði sem gæti keppt í Olísdeildinni í dag og samanstendur af leikmönnum sem koma upp úr unglingastarfi Þórs. Enginn þeirra er í núverandi liði. Auðvitað geta mörg lið státað af leikmönnum úr unglingastarfi sínu en mig langaði bara að nefna þetta.


Þrátt fyrir algjört aðstöðuleysi hjá Þór þá hefur styrkur félagsins alltaf verið innra starfið, Þórshjartað.


Svo er þessi ímynd uppi að KA sé handboltaklúbburinn á Akureyri sem sýndi sig m.a. í spurningu umsjónarmanns Seinni bylgjunnar, fyrsti þáttur. Rúnar „sérfræðingur“ var spurður: Hvað gera Þórsarar ef þeir falla um deild, hvað verður um handboltann hjá Þór? Rúnar svaraði því einfaldlega að Þórsarar myndu bara halda áfram að spila handbolta. Mér fannst þessi spurning svo upplýsandi um svo margt.


Svo er helvítis hógværðin oft að drepa Þórsara.


Svo finnst mér það svolítið spaugilega sorglegt að sjá á yfirlitsíðu HSÍ að heimavöllur Þórs sé skráður Síðuskóli. Það segir kannski allt. Síðuskólahúsið er leikfimishús Síðuskóla og það vill til að tæknilega rúmast handboltavöllur inn í rýminu en völlurinn er ólöglegur og beinlínis hættulegur. Útlínur vallarins eru við útveggi hússins. Það er látið duga, heimavöllur Þórs er Síðuskóli.“

- Auglýsing -
Fyrri frétt
Næsta frétt
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -