- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hollendingar enda jafnir Rússum

Erlingur Richardsson er orðaður við landslið Sádi Arabíu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Luc Steins kórónaði frábæra frammistöðu hollenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í kvöld þegar hann tryggði hollenska landsliðinu jafntefli, 28:28, á móti landsliði Króatíu í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik.


Hollenska landsliðið, sem Erlingur Richardsson þjálfar, hafnaði þar með í fimmta sæti í riðlinum og verður annað hvort í níunda eða tíunda sæti á mótinu, jafnir Rússum. Það hefði einhverntímann þótt saga til næsta bæjar. Þetta er í annað sinn sem hollenska landsliðið er með í lokakeppni EM.


Hollendingar urðu fyrir miklum áföllum á mótinu vegna veirunnar eins og fleiri landslið. Hinsvegar má ekki gleyma í því samhengi að breiddin er ekki mikil í hollenskum handknattleik. Maður kom þó í manns stað og niðurstaðan frábær og rós í hnappagat Erlings þjálfara sem varð að fylgjast með sínum mönnum í tveimur síðustu leikjunum úr einangrun á hótelherbergi í Búdapest.

Leikmenn hollenska landsliðsins í dag eftir þeir luku keppni á EM í Ungverjalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -