Hollendingar og Slóvenar hrepptu boðskortin

Hollendingar geta fagnað HM sæti. Mynd/EPA

Holland og Slóvenía duttu í lukkupottin hjá framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, í morgun þegar upplýst var að landslið þjóðanna fengju svokallað „wild card“ eða boðskort á heimsmeistaramót karla í handknattleik sem haldið verður í Svíþjóð og Póllandi í janúar nk. Landslið beggja féllu naumlega úr keppni í umspilinu í vor. Dregið verður í riðla heimsmeistaramótsins á laugardaginn í Katowice í Póllandi.


Ekki síst eru Hollendingar kátir með boðið þar sem þeir hafa aðeins einu sinni tekið þátt í heimsmeistaramóti karla í handknattleik og það var árið 1961 þegar mótið fór fram í Vestur-Þýskalandi. Ákvörðun IHF er í rökréttu framhaldi af stórstígum framförum hollenska landsliðsins á síðustu árum undir stjórn Eyjamannsins Erlings Richardssonar. Erlingur stýrir ekki hollenska landsliðinu á HM eftir að leiðir hans og stjórnenda hollenska handknattleikssambandsins skildu fyrir um mánuði.


Slóvenar hafa lengi verið í fremstu röð Evrópuþjóða í handknattleik og vart kom á óvart að annað boðskortið kæmi í þeirra hlut.

Áfall fyrir Japan

Ákvörðun IHF er vafalaust talsvert áfall fyrir japanska landsliðið sem Dagur Sigurðssson hefur þjálfað með afar góðum árangri síðustu árin. Japanska landsliðið varð að draga sig út úr Asíukeppninni í janúar eftir að covid tók að leika lausum hala í herbúðum liðsins rétt áður en mótið hófst. Af þeim sökum gerðu Japanir sér eflaust vonir um að hreppa annað boðsbréfið að þessu sinni.

Beint í fjórða flokk

Eins og vant er þá taka þau landslið sem fá boðskort á HM sæti í fjórða og síðasta styrkleikaflokki áður en dregið verður. Slóvenar og Hollendingar taka þar sæti með Úrúgvæ, Íran, Suður Kóreu, auk sigurliðsins í undankeppni Norður Ameríku sem stendur yfir þessa dagana. Til viðbótar bætast tvær þjóðir frá Afríku sem hafna í fjórða og fimmta sæti Afríkukeppninnar sem loksins verður hægt að koma á koma á koppinn rétt fyrir miðjan næsta mánuð.


Koma Slóvena og Hollendinga inn í fjórða styrkleikaflokkinn riðla mjög styrk liðanna í þeim flokki enda talsvert öflugri að getu.


Eins og kom fram í febrúar þá verður íslenska landsliðið í fyrsta styrkleikaflokki og getur þar með hæglega dregist á móti þjóðunum með boðskortin.

Dregið á laugardaginn

Eins og fyrr segir verður dregið í riðla á laugardaginn. Af því tilefni er ekki úr vegi að líta á styrkleikaflokkana í ljósi tíðinda dagsins.

1. flokkur:2. flokkur:3. flokkur:4. flokkur:
DanmörkKatarSerbíaÚrúgvæ
SvíþjóðKróatíaArgentínaAfríka4
SpánnBelgíaUngv.landAfríka5
FrakklandBrasilíaBareinÍran
NoregurPortúgalS.ArabíaS.Kórea
ÍslandPóllandAfríka2N.Ameríka1
ÞýskalandSvartfj.landChileSlóvenía
Afríka1N.MakedóníaAfríka3Holland
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -