- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hópur leikmanna framlengir við deildarmeistarana

Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór, á fullri ferð í hraðaupphlaupi í leik við Val í úrslitum Íslandsmótsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Níu leikmenn deildarmeistara KA/Þórs framlengdu samningum sínum við liðið nánast á einu bretti fyrir helgina og sendu þar með skýr skilaboð hvert hugur þeirra stefnir en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna á leiktíðinni.

Á morgun leikur KA/Þór annan úrslitaleik sinn við Val um Íslandsmeistaratitilinn og vinni KA/Þór leikinn vinnur það titilinn í fyrsta sinn í sögunni. Til viðbótar vann KA/Þórsliðið Olísdeildina og varð deildarmeistari í fyrsta og sinn og um leið fyrst liða frá Akureyri til að hreppa titilinn í kvenna flokki. Þess utan vann KA/Þórsliði meistarakeppni HSÍ í byrjun september í fyrsta skipti.

Leikmennirnir níu sem hafa skrifað undir nýja samninga eru Rakel Sara Elvarsdóttir, Hulda Bryndís Tryggvadóttir, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, Arna Valgerður Erlingsdóttir, Anna Marý Jónsdóttir, Telma Lísa Elmarsdóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir og Sunna Katrín Hreinsdóttir.
Allar verða þær í eldlínunni með KA/Þórsliðinu á morgun gegn Val í Origohöllinni. Leikurinn hefst klukkan 15.45.


Nánar er greint frá hverjum og einu leikmanni í tilkynningu félagsins sem lesa má hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -