Hörður í kjörstöðu fyrir lokaumferðina – úrslit leikja dagsins

Hörður á Ísafirði færðist skrefi nær Olísdeild karla í handknattleik í kvöld þegar liðið vann Fjölni, 38:36, í hörkuleik í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði í næst síðustu umferð Grill66-deildar karla í handknattleik.


Hörður hefur þar með eins stigs forskot í efsta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina sem fram fer á föstudaginn. Hörður og ÍR eru einu liðin í deildinni sem geta hafnaði í efsta sæti en það veitir keppnisrétt í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Fjölnir og Þór Akureyri eru í næstu sætum á eftir Herði og ÍR en leikmenn síðarnefndu liðanna tveggja verða að gera sér að góðu að taka þátt í umspili um laust sæti í Olísdeild á næsta keppnistímbili.


Fjögur lið taka þátt í umspili um sæti í Olísdeild á næstu leiktíð. Eins og staðan er þá er sennilegt að Kórdrengir verði fjórða liðið í umspilinu.


Í lokaumferðinni á föstudag fær Hörður liðsmenn Þórs Akureyri í heimsókn en ÍR mætir ungmennaliði Aftureldingar í Austurbergi.


Hörður var marki yfir í hálfleik gegn Fjölni í kvöld, 16:15, í rífandi góðri stemningu á Torfnesi þar sem nærri 400 áhorfendur mættu og á bandi heimamanna.


Fyrr í dag tapaði Þór Akureyri fyrir ungmennaliði Vals, 36:29, í Origohöllinni. Þetta var annar tapleikur Þórsara um helgina. Þeir töpuðu fyrir Haukum í gær, eins og handbolti.is sagði frá.


Ungmennalið Hauka lék einnig annan leik sinn á tveimur dögum er það lagði Aftureldingu, 24:21, á Ásvöllum.

Ungmennalið Selfoss vann síðasta leik sinn í deildinni á keppnistímabilinu í kvöld þegar Vængir Júpíters komu í heimsókn í Set-höllina, 33:25.

Ellefu lið eru í deildinni. Það situr eitt yfir í hverri umferð og það kemur í hlut ungmenna Selfossliðsins að sitja yfir þegar síðustu fimm leikir deildarinnar fara fram á föstudagskvöld.


Úrslit og markaskorarar í Grill66-deild karla í dag og í kvöld:


Hörður – Fjölnir 38:36 (16:15).
Mörk Harðar: Guntis Pilpuks 7, Mikel Arista Arnilibia 7, Daíle Wale Adeleye 4, Suguru Hikawa 4, Tadeo Salduna 3, Axel Sveinsson 3, Jón Ómar Gíslason 3, Kenya Kasahara 3, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Elías Ari Guðjónsson 1, Þráinn Ágúst Arnaldsson 1.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 9, Goði Ingvar Sveinsson 8, Elvar Otri Hjálmarsson 5, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 5, Aron Breki Oddnýjarson 3, Alex Máni Oddnýjarson 3, Jón Bald Freysson 2, Victor Máni Matthíasson 1.


Valur U – Þór Ak. 36:29 (17:16).
Mörk Vals U.: Tryggvi Garðar Jónsson 12, Erlendur Guðmundsson 8, Þorgeir Arnarsson 5, Ísak Logi Einarsson 4, Tómas Sigurðarson 3, Róbert Nökkvi Petersen 2, Viktor Andri Jónsson 1, Þorgeir Sólveigar Gunnarsson 1.
Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Tomislav Jaguronovski 6, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 5, Hilmir Kristjánsson 4, Jóhann Einarsson 3, Viðar Ernir Reimarsson 3, Elvar Örn Jónsson 2.


Haukar U – Afturelding U 24:21 (12:10).
Mörk Hauka U.: Gísli Rúnar Jóhannsson 7, Andri Fannar Elísson 3, Össur Haraldsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Birkir Snær Steinsson 2, Róbert Snær Örvarsson 2, Jón Brynjar Kjartansson 1, Þórarinn Þórarinsson 1, Páll Þór Kolbeins 1, Sigurður Jónsson 1.
Mörk Aftureldingar U.: Agnar Ingi Rúnarsson 5, Grétar Jónsson 4, Valur Þorsteinsson 4, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 3, Hilmar Ásgeirsson 2, Ágúst Atli Björgvinsson 2, Karl Kristján Bender 1.


Selfoss U – Vængir Júpíters 33:25 (18:10).
Mörk Selfoss U.: Hannes Höskuldsson 10, Tryggvi Sigurberg Traustason 6, Elvar Elín Hallgrímsson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Sölvi Svavarsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Vilhelm Freyr Steindórsson 2, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Árni Ísleifsson 1.
Mörk VJ.: Albert Garðar Þráinsson 5, Gísli Steinar Valmundsson 5, Viktor Orri Þorsteinsson 4, Brynjar Jökull Guðmundsson 4, Guðmundur Rögnvaldsson 3, Guðjón Ingi Sigurðsson 1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1, Jón Tómas Sigurðarson 1, Jónas Bragi Hafsteinsson 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild er að finna hér.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -