- Auglýsing -

Hrannar ráðinn í stað Rakelar Daggar

Hrannar Guðmundsson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar. Mynd/Stjarnan

Hrannar Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar sem leikur í Olísdeildinni. Stjarnan greindi frá ráðningu hans á samfélagsmiðlum upp úr miðnætti. Samningur Stjörnunnar við Hrannar er til ársins 2024.


Hrannar tekur við af Rakel Dögg Bragadóttur sem hætti fyrir rúmri viku eftir hálft annað ár í stól þjálfara.


Hrannar hefur undanfarin ár starfað hjá bæði ÍR og nú síðast hjá Aftureldingu þar sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og starfað við hlið Gunnars Magnússonar.


„Við bindum miklar vonir við Hrannar og hlökkum til að fylgjast með liðinu undir hans stjórn,“ segir m.a. í tilkynningu handknattleiksdeildar Stjörnunnar.


Til stóð að Stjarnan léki við HK í Olísdeildinni í kvöld en leiknum hefur verið frestað vegna smita kórónuveiru. Næstu leikir í Olísdeild kvenna er áætlaðir á laugardaginn.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -