- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hundsvekktur að fá ekki stig

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Ég er hundsvekktur að fá ekki stig úr leiknum,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að hann tók við þjálfun þess í sumar, gegn sínum gömlu lærisveinum frá Selfossi. Patrekur og Stjörnumenn máttu sætta sig við eins marks tap á heimavelli, TM-höllinni, 27:26, í hörkuleik þar sem svo sannarlega gafst tækifæri á að jafna metin allt fram á síðustu sekúndu.

„Við vorum í dauðafæri að vinna leikinn. Í fyrri hálfleik lékum við frábæran sóknarleik og stóðum vörnina mjög vel en hefðum mátt fá fleiri varin skot. Það er klárt má. Snemma í síðari hálfleik þá fórum við illa að ráði okkar í stöðunni 16:13. Þá fóru tvö dauðafæri í forgörðum. Ef við lítum á það jákvæða við tapið þá var þetta í okkar höndum,“ sagði Patrekur og bætti við að hann gerði ekki lítið út því að Selfoss hefði spilað vel úr stöðunni á lokakaflanum og náð að halda fengnum hlut auk þess sem markvörður Selfoss,  Vilius Rasimas, varði einstaklega vel allan leiktímann.

Miklar breytingar voru á liði Stjörnunnar í sumar og flestir leikmenn liðsins hafa aldrei leikið saman áður. Patrekur hrósar hópnum hjá sér. „Þetta er flottur hópur stráka, en á köflum virkuðu þeir feimnir. En heilt yfir hörkuleikur þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var auk þess sem ég held að þetta hafi verið ágætur handboltaleikur sé tekið mið að hálfs ár hléi frá leikjum,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar þegar handbolti.is hitti hann í leikslok í TM-höllinni í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -