Ingibjørg semur til tveggja ára

Ingibjørg Olsen líkar lífið í Vestmannaeyjum. Mynd/ÍBV

Ingibjørg Olsen og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja tímabila.


Ingibjørg kom til ÍBV frá færeyska liðinu Vestmanna fyrir nýafstaðið tímabil. Hún lék stórt hlutverki í U-liði ÍBV á keppnistímabilinu ásamt því að vera hluti af meistaraflokksliðinu.

Ingibjørgu og Dánjal Ragnarssyni, kærasta hennar sem leikur með karlaliði ÍBV, líður vel í Vestmannaeyjum og hafa fallið vel inn í Eyjasamfélagið, eins og segir í tilkynningu ÍBV í dag.„Við erum ánægð að hafa Ingibjørgu áfram með okkur og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir ennfremur í tilkynningu handknattleiksdeildar ÍBV.


a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -