- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar mjaka sér ofar

Matthías Imsland formaður handknattleiksdeildar ÍR og Karen Tinna Demian sem skoraði 13 mörk gegn Fjölni/Fylki í kvöld. Mynd/ÍR
- Auglýsing -

ÍR tyllti sér í annað sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik í dag með því að leggja Fjölni/Fylki í Dalhúsum, 25:22, í hörkuleik. ÍR hefur þar með fimm stig í deildinni eftir fjóra leik og er aðeins stigi á eftir FH sem vann ungmennalið Fram eins og áður hefur verið rakið.


Fjölnir/Fylkir hefur aðeins tvö stig eftir fjóra leiki.


ÍR-liðið var sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10. Karen Tinna Demian sem gekk til liðs við ÍR í vikunni á lánssamningi frá Stjörnunni tók þátt í sínum fyrsta leik fyrir Breiðholtsliðið um nokkurt skeið og skoraði tvö mörk.


Mörk Fjölnis/Fylkis: Kolbrún Anna Garðarsdóttir 8, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 5, Anna Karen Jónsdóttir 3, Harpa Elín Haraldsdóttir 2, Ada Kozicka 2, Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen 1, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 1.
Mörk ÍR: Laufey Lára Höskuldsdóttir 5, Matthildur Lilja Jónsdóttir 4, Ksenija Dzaferovic 4, Auður Margrét Pálsdóttir 3, Hildur María Leifsdóttir 3, Karen TInna Demian 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2, Guðrún Maryam Rayadh 1, Dabjört Ýr Ólafsdóttir 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -