- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar sóttu sinn fyrsta sigur austur á Selfoss

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

ÍR fagnaði sínum fyrsta sigri í kvöld í Grill66-deild kvenna í handknattleik er liðið lagði Selfoss í Sethöllinni á Selfossi með átta marka mun, 36:28, í þriðju umferð deildarinnar. Um leið var þetta fyrsta tap Selfossliðsins sem hafði unnið tvo fyrstu leiki sína. ÍR-liðið hafði önglaði í eitt jafntefli og tapað einum leik þegar það mætti til leiks að þessu sinni.


ÍR-ingar voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:16.
Skarð var fyrir skildi að Tinna Sigurrós Traustadóttir lék ekki með Selfossliðinu að þessu sinni en hún var næst markahæsti leikmaður liðsins eftir tvo fyrstu leikina. Tinna Sigurrós meiddist í leik með U18 ára landsliðinu í Danmörku fyrir viku.


Mörk Selfoss: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 6, Rakel Hlynsdóttir 5, Inga Sól Björnsdóttir 5, Emelía Ýr Kjartansdóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Roberta Stropus 3, Krístin Una Hólmarsdóttir 2, Hugrún Tinna Róbertsdóttir 1.
Mörk ÍR: Ksenija Dzaferovic 9, Stefanía Ósk Hafberg 7, Hildur María Leifsdóttir 7, Auður Margrét Pálsdóttir 6, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Ísabella Schöbel Björnsdóttir 1.

Staðan og næstu leikir í Grill66-deild er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -