ÍR komst upp að hlið FH-inga

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

ÍR hafði betur gegn FH í rimmu tveggja efstu liða Grill66-deildar kvenna í handknattleik í Austurbergi í gærkvödld, 25:23, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12.


ÍR-ingar eru þar með komnir upp að hlið FH, hvort lið hefur 27 stig í efstu tveimur sætunum. FH á 17 leiki að baki, ÍR 16. Selfoss bíður færis í þriðja sæti með 24 stig eftir 14 leiki og er það lið deildarinnar sem tapað hefur fæstum stigum. Næsti leikur Selfoss að lokinni talsverðri bið verður annað kvöld.


Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 5, Theodóra Sveinsdóttir 5, Hildur María Leifsdóttir 5, Stefanía Ósk Hafberg 5, Fanney Ösp Finnsdóttir 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 11, Emma Havin Sardarsdóttir 4, Ragnheiður Edda Þórðardóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 2, Fanney Þóra Þórsdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Emilía Ósk Steinarsdóttir 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -